Myndir mánaðarins, desember 2018 - Leigan

36 Myndir mánaðarins The Trip to Spain – Natural Vice 28. desember 88 mín Aðalhl.: Steve Coogan, Rob Brydon, Marta Barrio og Claire Keelan Leikstj.: Michael Winterbottom Útg.: Myndform VOD Gamanmynd Vinirnir Rob og Steve þurfa ekki að hugsa sig um þegar The Observer býð- ur þeimað fara til Spánar og skrifa þar ummat og annað sem fyrir augu ber. The Trip to Spain er eftir hinn margverðlaunaða breska kvikmyndagerðarmann Michael Winterbottom. Myndin, sem segja má að sé að hálfu leyti skálduð og að hálfu leyti sönn saga, segir frá ferðalagi félaganna Robs og Steves til Spánar þar sem þeir borða góðan mat, gista á góðum hótelum og koma við á stöðum sem tengjast menningu og listum Spánar í gegnum aldirnar. Og þér er boðið með! Þetta er þriðja myndin sem gerð er um ferðalög þeirra Steves og Robs en þær fyrri voru The Trip sem var gerð samhliða vinsælum sjónvarpsþáttum með sama heiti sem sýndir voru á BBC-sjónvarpsstöðinni árið 2010 og The Trip to Italy sem kom út fyrir þremur árum og margir muna eflaust eftir, en allar þessar þrjár myndir hafa hlotið frábæra dóma enda einstaklega skemmtilegar í alla staði. Borðað, gist og ferðast um Spán Þótt megintilgangur ferðarinnar sé að skrifa um mat og matarmenningu Spán- verja taka þeir Steve og Rob upp á mörgu öðru í þessari skemmtilegu ferð. 28. desember 81 mín Aðalhlutverk: Brent Harvey, Jovanna Nicole og Allen Theosky Rowey Leikstjórn: Izzy Traub Útg.: Myndform VOD Hasarmynd Þegar bandaríski eiturlyfjaframleiðandinnAdamLeBlanc ákveður að binda enda á viðskipti sín viðmann aðnafni Kaishen endar þaðuppgjör í blóðbaði þar semKaishen lætur lífið. Þarmeðhefur Adamkallað yfir sighefndbróður Kaishens sem er einn af valdamestu mönnumHong Kong-mafíunnar. Natural Vice er spennu- og hasarmynd eftir Izzy Traub og um leið fyrsta mynd hans sem leikstjóra, en hann á feril að baki sem tæknibrellumeistari. Sagan, sem er einnig eftir hann, svo og handritið, er fyrst og fremst hugsuð sem poppkorns- skemmtun fyrir þá sem gaman hafa af byssu- og bardagaatriðum en barátta Adams við Hong Kong-mafíuna á eins og búast mátti við eftir að verða mörgum að fjörtjóni áður en yfir lýkur. Báðir aðilar hafa aðgang að vopnum af bestu gerð og mannskap sem er tilbúinn til að fórna sér fyrir foringja sína án nokkurs hiks ... Svik á svik ofan Adam er leikinn af bandaríska leikaranum Brent Harvey.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=