Myndir mánaðarins, desember 2018 - Leigan
24 Myndir mánaðarins Undir halastjörnu Saga um glæp Aðalhlutverk: Tómas Lemarquis, Atli Rafn Sigurðarson, Kaspar Velberg, Paaru Oja, Ingvar E. Sigurðsson og Zlatko Buric Leikstjórn: Ari Alexander Ergis Magnússon Útgefandi: Sena 101 mín 13. desember Kvikmyndin Undir halastjörnu sækir innblásturinn í líkfundar- málið svokallaða sem vakti gríðarlega athygli árið 2004, en það hófst þann 4. febrúar sama ár þegar kafari sem var að kanna skemmdir á bryggjumannvirkjum á Neskaupstað fann sundurskorið lík af karlmanni sem hafði verið kastað í sjóinn. Um leið hófst ein umfangsmesta lögreglurannsókn ársins sem leiddi um síðir í ljós að sannleikur málsins var lyginni líkastur. Undir halastjörnu er fyrsta bíómyndin sem Ari Alexander Ergis Magnússon gerir en hann á m.a. að baki heimildarmyndirnar Synd- ir feðranna og Gargandi snilld . Hér er um vel gerða hörkumynd að ræða sem vonandi ekkert íslenskt kvikmyndaáhugafólk lætur fram hjá sér fara, en hún kemur á VOD-leigurnar 13. desember. Undir halastjörnu, sem ber alþjóðlega titilinn Mihkel , er framleidd af Friðriki Þór Friðrikssyni, Kristni Þórðarsyni, Leifi B. Dagfinnssyni og leikstjóranum Ara Alexander sem jafnframt skrifaði handritið. Tómas Lemarquis og Atli Rafn Sigurðarson í hlutverkum sínum sem Bóbó og Jóhann í spennu- og sakamálamyndinni Undir halastjörnu . Undir halastjörnu Spenna / Sakamál Á efri myndinni er Kaspar Velberg í hlutverki sínu sem Igor en á meðal annarra leikara er Ingvar E. Sigurðsson sem leikur Skúla. VOD
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=