Myndir mánaðarins, desember 2018 - Leigan
21 Myndir mánaðarins 7. desember 90 mín Aðalhlutverk: Anna Hutchison, Nikolás Rincón og Taliana Vargas Leikstjórn: David Jackson Útg.: Myndform VOD Rómantísk kómedía Zoe er matvælafræðingur sem vinnur hjá stóru bandarísku kaffifyrirtæki. Dag einn biður forstjóri þess hana að fara til Kólumbíu og finna kaffi sem markaðssetja má á háu verði sem hið eina sanna eðalkaffi. Það sem Zoe finnur í ferðinni reynist hins vegar innihalda miklu meira en bara kaffi. Cup of Love er lauflétt rómantísk kómedía frá Hallmark og er eftir David Jackson sem hefur sérhæft sig í slíkummyndum. Segja má að það gangi á ýmsu í leit Zoe að hinum einu sönnu eðalkaffibaunum sem leiðir hana þó að lokum til þorpsins Salento þar sem hún smakkar loksins alveg guðdómlega gott kaffi á litlum kaffi- bar. Hún ákveður að hafa uppi á ræktandanum, bóndanum Diego, sem tekur í fyrstu fálega í þá umleitan að selja fyrirtæki hennar kaffibaunir enda fer fátt meira í taugarnar á honum en sálarlaus stórfyrirtæki. En Zoe gefst ekki upp ... Besta (kaffi)bragðið Nikolás Rincón og Anna Hutchison leika þau Diego og Zoe í Cup of Love . Cup of Love – A Time to Dance 7. desember 85 mín Aðalhlutv.: Jennie Garth, Dan Payne, Corbin Bernsen og Fiona Vroom Leikstjórn: Mike Rohl Útg.: Myndform VOD Drama / Rómantík Eftir þrjátíu ára hjónaband eru komnir brestir í samband þeirra Johns og Abbyar sem leiða til þess að þau ákveða að skilja. En áður en þau ná að segja dóttur sinni fréttirnar tilkynnir hún þeimað hún sé að fara að gifta sig og gefur um leið foreldrum sínum tækifæri til að endurskoða hug sinn. Þótt hjónabandseiðurinn gangi að stórum hluta út á loforð einstaklinganna sem í hlut eiga að standa hvort með öðru í gegnum súrt og sætt og elska hvort annað út lífið enda mörg hjónabönd með skilnaði. Þessi ljúfsára mynd frá Hallmark segir frá bæði upphafi og (hugsanlegum) endi hjónabands og er byggð á metsölubók rithöfundarins Karenar Kingsbury sem hefur skrifað fjölmargar bækur um hvers- dagslegt líf fólks af miklu og raunsönnu innsæi. Þetta er vel leikin og vel gerð mynd fyrir fólk sem kann að meta slíkar sögur og sér kannski sjálft sig í þeim ... Uns dauðinn oss aðskilur Dan Payne, Jennie Garth og Corbin Bernsen í hlutverkum sínum í A Time to Dance .
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=