Myndir mánaðarins, desember 2018 - Bíó
26 Myndir mánaðarins Bumblebee Allar sögur eiga sér upphaf Aðalhlutverk: Hailee Steinfeld, John Cena, Justin Theroux, Jorge Lendeborg Jr., Angela Bassett, Jason Drucker, Pamela Adlon, Rory Markham, Rachel Crow og Abby Quinn Leikstjórn: Travis Knight Bíó: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Laugarásbíó, Smárabíó, Ísafjarðarbíó, Bíóhúsið Selfossi, Eyjabíó, Króksbíó, Skjaldborgarbíó og Bíóhöllin Akranesi 114 mín Frumsýnd 26. desember l Bumblebee gæti orðið fyrsta myndin í nýrri seríu þar sem uppruna annarra Transformers -vélmenna verða gerð sams konar skil, en það fer væntanlega eftir gengi myndarinnar hvort af því verður. Ljóst er að efnistökin í henni verða dálítið öðruvísi en í fyrri myndunum sem Michael Bay leikstýrði en leikstjóri í þetta sinn er Travis Knight sem hefur tvisvar verið tilnefndur til Óskarsverðlauna, gerði m.a. teiknimyndina frábæru, Kubo and the Two Strings , og var einn af aðalhöfundum myndanna The Boxtrolls , ParaNorman og Coraline . Bumblebee er sjötta og nýjasta Transformers -myndin en um leið forsaga þeirra því hún gerist árið 1987, tuttugu árum áður en atburðirnir í fyrstu Transformers -mynd Michaels Bay, sem var fumsýnd árið 2007, áttu sér stað. Í þetta sinn snýst sagan um uppruna uppáhaldsvélmennis margra, hins gula Bumblebees. Hailee Steinfeld, sem var aðeins 14 ára þegar hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir frábæran leik sinn í myndinni True Grit og síðan til Golden Globe-verðlaunanna 2016 fyrir aðalhlutverkið í The Edge of Seventeen leikur hér hina átján ára gömlu Charlie Watson sem er nýbúin að fá bílprófið og dreymir um að eignast bíl. Peningar fyrir honum eru hins vegar af skornum skammti og því hrósar hún happi þegar henni tekst að nurla saman fyrir gamalli Volkswagen-bjöllu sem hún finnur í bílakirkjugarði og er eins og fyrir einhverja töfra enn gangfær. Staðráðin í að gera bílinn upp eftir bestu getu fer Charlie með bjölluna heim í bílskúr foreldra sinna þar sem hún á eftir að uppgötva sér til mikillar undrunar að þessi bíll er langt frá því að vera eins og aðrir bílar. Í raun er þetta vélmennið Bumblebee sem er í felum og á flótta, bæði undan sér- sveitarmönnum svo og öðrum vélmennum utan úr geimnum ... Hin átján ára Charlie er ánægð með„nýja“ bílinn, gulan Volkswagen, og hefur til að byrja með ekki hugmynd um hvað býr í raun í honum. Bumblebee Ævintýri / Hasar Punktar .................................................... Charlie og Bumblebee verða fljótt góðir vinir, en það er ástæða fyrir því að Bumblebee var í felum og brátt eru þau komin á harðaflótta. Megan Fox. Veistu svarið? Fyrsta Transformers -myndin sem var frumsýnd árið 2007 gerði það gott í kvikmyndahúsum og halaði inn rúmlega 700 milljón dollurum inn í miðasölu. Með aðalkarlhlutverkið í henni fór Shia LaBeouf en hvaða leikkona fór með aðalkvenhlutverkið?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=