Myndir mánaðarins, desember 2018 - Bíó
24 Myndir mánaðarins Mary Poppins Returns Allt er mögulegt, líka hið ómögulega Aðalhlutverk: Emily Blunt, Ben Whishaw, Lin-Manuel Miranda, Emily Mortimer, Julie Walters, Meryl Streep, Colin Firth, Angela Lansbury, DavidWarner, Pixie Davies, Nathanael Saleh, Joel Dawson og Dick Van Dyke Leikstjórn: Rob Marshall Bíó: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Laugarásbíó, Háskólabíó, Ísafjarðarbíó, Bíóhúsið Selfossi, Eyjabíó, Króksbíó, Skjaldborgarbíó og Bíóhöllin Akranesi 139 mín Frumsýnd 26. desember l Leikhópur myndarinnar hefur meira og minna leikið saman áður í ýmsummyndum, t.d. þau Colin Firth, JulieWalter og Meryl Streep sem léku öll í Mamma Mia -myndunum. Þá er þetta í þriðja skipti sem þær Emily Blunt og Meryl Streep leika saman eftir myndirnar The Devil Wears Prada og Into the Woods en þeirri mynd var einmitt leikstýrt af RobMarshall sem einnig leikstýrir Mary Poppins Returns . Mary Poppins snýr aftur á hvíta tjaldið á annan dag jóla, 26. desember, 54 árum eftir að samnefnd mynd sló í gegn um allan heim, en hún er fyrir löngu orðin eitt af sígildum meist- araverkum kvikmyndasögunnar. Í það skiptið var það Julie Andrews sem lék Mary en í þetta sinn er það Emily Blunt sem leikur þessa söngelsku, rammgöldróttu og snjöllu barnfóstru. Myndin gerist um 25–30 árum eftir atburðina í fyrri myndinni og Banks-krakkarnir Michael og Jane eru sjálf orðin fullorðin. Michael býr enn í húsinu við Kirsuberjagötu og á nú þrjú börn á svipuðum aldri og hann og Jane voru þegar Mary Poppins kom fyrst í heim- sókn. Þegar alvarlegur fjölskylduvandi steðjar að sem Banks-fjöl- skyldan á erfitt með að höndla birtist Mary Poppins á ný á heimilinu, staðráðin í að bjarga málunum og alveg viss um að hún geti það ... Með stór hlutverk fyrir utan Emily fer fjöldi þekktra leikara, þ. á m. BenWhishaw, Colin Firth, JulieWalters, Meryl Streep, DavidWarner, Angela Lansbury og Emily Mortimer auk þess sem Dick Van Dyke, sem lék bæði hinn glaðlynda fjöllistamann og sótara Bert og bankastjórann Dawes í fyrri myndinni, leikur nú Dawes yngri, en Dick, sem verður 93 ára 13. desember, er í ótrúlega góðu formi. Hér sjást nokkrir af aðalleikurum myndarinnar, Emily Mortimer sem leikur Jane Banks, Julie Walters sem leikur ráðskonuna Ellen, Lin- Manuel Miranda sem leikur Jack og Emily Blunt sem leikur Mary Poppins. Með hlutverk Banks-krakkanna Johns, Georgies og Annabel fara síðan þau Nathanael Saleh, Pixie Davies og Joel Dawson. Mary Poppins Returns Ævintýri Punktar .................................................... Colin Firth leikur bankastjórann WilliamW. Wilkins og þau Emily Mortimer og Ben Whishaw leika Banks-systkinin Jane og Michael. Chim Chim Cher-ee. Veistu svarið? Mary Poppins -myndin sem frumsýnd var í ágúst árið 1964 var tilnefnd til þrettán Óskarsverðlauna á sínum tíma og hlaut fimmþeirra, þar á meðal fyrir lag ársins. Eins og allir vita sem þekkja þá mynd prýddu hana fjölmörg góð lög en hvert þeirra hlaut Óskarinn? Eins og í 1964-myndinni fara þau Mary Poppins, Jack og Banks-krakk- arnir m.a. í heimsókn til teiknimyndalands þar sem gleðin tekur völd.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=