Myndir mánaðarins, október 2018
10 Myndir mánaðarins 1. október Aðalhlutv.: Gustaf Skarsgård, KatherynWinnick og Alexander Ludwig Leikstjórn: Ýmsir Útgef.: Myndform VOD Víkingar Vikings -þættirnir segja frá hinum sigursæla Ragnari loðbrók, mönnumhans, fjölskyldu og afkomendum sem nú halda nafni hans og arfleifð á lofti. Ragnar loðbrók, sonur Sigurðar hrings Danakonungs og tengdasonur Sigurðar Fáfnisbana, var fæddur á ofanverðri áttundu öld og segir sagan að hann hafi verið mestur allra víkinga, enda telja margir að hann hafi verið í náðinni hjá Óðni. Af honum fer einnig það orð að enginn hafi verið snjallari honum í herkænsku og þótt heilu herirnir hafi verið sendir á móti honum og mönnum hans bæði í Englandi og Frakklandi tókst honum ávallt að blekkja alla sína óvini, fanga þau verðmæti sem hann sóttist eftir og komast undan. Í þessari fimmtu seríu þátt- anna er Ragnar horfinn á braut en eftir standa menn hans, fjölskylda og synir sem hafa fengið það verkefni að feta í fótspor hans og halda arfleifð hans á lofti. Sagan af Ragnari loðbrók og ættingjum hans Vikings 5 Henry Golding brosir hér út að eyrum þegar hann kom til að vera viðstaddur forsýningu á myndinni A Simple Favor í New York þar sem hann fer með aðalkarlhlutverkið. Peter Dinklage og Elle Fanning stilla sér hér upp fyrir ljósmyndara í New York á kynningu á heimsendamyndinni I Think We Are Alone Now þar sem þau fara með aðalhlutverkin. Tökur á öðrum kafla Stephen King-sögunnar It eru nú í fullum gangi og hér sjást tveir af aðalleikurum myndarinnar, Bill Hader og James McAvoy, hinkra við á milli atriða.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=