Myndir mánaðarins, október 2018 - Bíó

8 Myndir mánaðarins Bíófréttir – Væntanlegt Í september var fyrsta stiklan úr hinni væntanlegu mynd Captain Marvel frumsýnd og er óhætt að segja að henni hafi verið vel tekið af Marvel-aðdáendum enda alveg þrælgóð. Hún byrjar á því að Carol Danvers, þ.e. Captain Marvel (Brie Larson), fellur hreinlega af himnum ofan og lendir á Blocbuster-myndbandaleigu. Skömmu síðar hittast þau Nick Fury í fyrsta sinn og það er nokkuð ljóst að Carol er ekki með uppruna sinn á hreinu, a.m.k. ekki til að byrja með. Þeir sem sáu bláendinn á Avengers: Infinity War vita að eftir að Thanos þurrkar út helminginn af öllum ofurhetjum Marvel stendur það upp á Captain Marvel að bjarga málunum. Hvernig hún á eftir að gera það er ekki leitt í ljós í stiklunni og reyndar er ekkert minnst á Thanos þar. Við sem bíðum eftir að fá að sjá hvað setur í þeim málum verðum því bara að bíða lengur, en myndin verður frumsýnd í mars á næsta ári. En kíkið endilega á þessa umræddu stiklu, hún er vel þess virði að sjá. Við skrifuðum dálítið um myndina Stan & Ollie í síðasta blaði og vor- umsvo nýbúnir að senda blaðið í prentun þegar fyrsta stiklan úr henni var frumsýnd. Er skemmst frá því að segja að hún er alveg frábær og gefur eiginlega meira en góða von um að hér sé um að ræða eina af myndum ársins 2018. Þótt stiklan sé bara rúmar tvær mínútur má glögglega sjá í henni að þeir John C. Reilly og Steve Coogan ná ekki bara að túlka þá Stan Laurel og Oliver Hardy vel heldur hreinlega verða þeir að þessummönnum, svona rétt eins og sagt var einu sinni um Charle Chaplin, að þegar hann þurfti að leika kjúkling þá lék hann ekki kjúkling heldur breyttist í kjúkling. Líklegt er að þeir John og Steve hafi fyrir gerð myndarinnar gjörþekkt taktana sem þeir Stan og Ollie urðu heimsfrægir fyrir á sínum tíma og vafalaust hefur það ekki skemmt fyrir að handritið er skrifað af Jeff Pope, sem hlaut fjölda verðlauna fyrir síðasta bíómyndahandrit sitt, Philomena . Þótt við hér á Myndum mánaðarins höfum ekki séð nema þessa einu stiklu úr Stan & Ollie ætlum við að leyfa okkur að spá því hiklaust að hún verði tilnefnd til fjölda verðlauna, að minnsta kosti fyrir leik, handrit og sem besta mynd ársins, þegar kvikmyndaárið 2018 verður gert upp. Stan & Ollie fer í takmarkaða dreifingu í Bandaríkjunum fyrir áramót en verður ekki frumsýnd í Evrópu fyrr en í janúar á næsta ári. Áhugafólk um áhugaverðar myndir sem eru ekki komnar í almenna dreifingu ættu að kynna sér nýjustu mynd leikstjórans Peters Farrelly, Green Book , sem var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í september og hlaut þar fyrstu verðlaun fyrir leikstjórnina. Myndin gerist á sjötta áratug síðustu aldar og segir frá þeldökkum píanó- leikara, Don Shirley, sem ákveður að fara í tónleikaferð um Suðurríki Bandaríkjanna. Fyrir mann eins og hann er slík ferð hreint og beint lífshættuleg og því ræður hann í sína þjónustu hvítan útkastara og lífvörð að nafni Tony Lip. Tony þessi virðist í fyrstu vera hið mesta hörkutól sem lætur engan vaða yfir sig en eftir því sem þeir Don kynnast betur og betur kemur í ljós að þeir eiga mun meira sameiginlegt en sýnist í fyrstu. Þeir Don og Tony þykja snilldarlega vel leiknir af Mahershala Ali ogViggoMortensen og spámargir því að þeir verði báðir tilnefndir til Óskarsverðlauna fyrir vikið. Kíkið á stikluna. Fáar ljósmyndir sem tengjast væntanlegum kvikmyndum vöktu jafnmikla athygli í septembermánuði og þessi mynd af Joaquin Phoenix sem þarna er í hlutverki Arthurs Fleck. Það nafn þekkja sennilega fáir en Arthur þessi á heldur betur eftir að láta til sín taka þegar hann breytist í einn af erkióvinum Batmans, Jóker. Það er einmitt nafnið á nýrri mynd um hann sem Todd Phillips ( Hangover - myndirnar, Old School ) leikstýrir og væntanleg er í kvikmyndahús eftir nákvæmlega eitt ár, eða í október 2019. Með önnur helstu hlutverk fara Robert De Niro, Zazie Beetz og Brett Cullen en fyrir utan að við vitum að um upprunasögu Jókers er að ræða hefur ekkert verið látið uppi um söguþráð myndarinnar. Við bíðum því róleg fram á næsta ár.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=