Myndir mánaðarins, október 2018 - Bíó
20 Myndir mánaðarins Venom Sagan byrjar núna Aðalhlutverk: Tom Hardy, Michelle Williams, Riz Ahmed, Woody Harrelson, Jenny Slate, Sam Medina, Michelle Lee, Ron Cephas Jones og Marcella Bragio Leikstjórn: Ruben Fleischer Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó, Sambíóin Álfabakka og Egilshöll, og Borgarbíó Akureyri 112 mín Frumsýnd 12. október l Venom er ekki hluti af hinum sameinaða heimi Marvel-ofurhetj- anna sem aðrar Marvel-myndir undanfarinna tíu ára hafa tilheyrt heldur er hún fyrsta myndin í nýjum Marvel-hliðarheimi sem fram- leiddur verður í samvinnu við Sony á næstu árum. Hvaða ofurhetjur það verða sem fylla munu þann heim fyrir utan Venom kemur svo í ljós á næstu mánuðum og árum. Fylgist með frá upphafi! Venom er nýjasta myndin frá Marvel og segir frá því þegar blaðamaðurinn Eddie Brock kemst í snertingu við dularfullt efni utan úr geimnum sem tekur sér bólfestu í honumog gerir honum kleift að breyta sér í ófrýnilegu ofurhetjuna Venom. Karakterinn Eddie Brock kom fyrst fram í Spider-Man -sögunum árið 1986 en varð síðan að Venom í The Amazing Spider-Man- blaði nr. 300 árið 1988 þegar hann varð hýsill hins dularfulla geimefnis sem Peter Parker hafði reyndar hafnað að nota nokkrum árum fyrr. Vegna þess að Eddie og Peter hafði lent saman urðu þeir Venom og Spider-Man óvinir sem börðust m.a. í The Amazing Spider-Man 3 -myndinni eins og þeir sem sáu hana muna vafalaust eftir. Í þessari fyrstu mynd um Venom er þessari upprunasögu breytt þannig að Spider-Man-hluta hennar er sleppt og Eddie kemst í snertingu við efnið þegar hann rannsakar tilraunastöð vísinda- mannsins Carltons Drake, en Carlton hefur uppgötvað hvað efnið getur gert og ætlar sér að nota það í eigin þágu. Við þá fyrirætlun er Eddie ekki sáttur og eftir að hafa lent í miklum vandræðum við að ná stjórn á sínum nýju ofurkröftum lendir hann í hörkubaráttu við að stöðva Carlton og menn hans áður en það verður of seint ... Blaðamaðurinn Eddie Brock hefur lifað tímana tvenna, en aldrei þó upplifað neitt sem býr hann undir að breytast í ofurhetjuna Venom. Venom Spenna / Hasar / Ofurhetjur Punktar .................................................... Anne Hathaway og Marion Cotillard. Veistu svarið? Þetta er í annað sinn sem Tom Hardy leikur í ofurhetjumynd en hann lék eins og flestir muna hinn öfluga andstæðing Batmans, Bane, í The Dark Knight Rises árið 2012. En hvaða tvær leikkonur léku aðalkvenhlutverkin í þeirri mynd? Eddie Brock (Tom Hardy) er hér á tali við vísindamanninn Carlton Drake (Riz Ahmed) sem á eftir að verða hans helsti andstæðingur.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=