Myndir mánaðarins, október 2018 - Bíó

18 Myndir mánaðarins Johnny English Strikes Again Ekkert má fara úrskeiðis Aðalhlutverk: Rowan Atkinson, Olga Kurylenko, Emma Thompson, Ben Miller, Jake Lacy, Miranda Hennessy, Pippa Bennett-Warner og Adam James Leikstjórn: David Kerr Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó, Sambíóin Álfabakka og Keflavík og Borgarbíó Akureyri 90 mín Frumsýnd 5. október l Leikstjóri myndarinnar er David Kerr sem getið hefur sér gott orð í bresku sjónvarpi, síðast með gamanþáttunum Inside No. 9 , og handritshöfundur er William Davies sem skrifaði einnig handrit fyrstu Johnny English -myndarinnar og söguna í mynd númer tvö. Þess má geta að Johnny English Strikes Again hefur þegar fengið það orð á sig að vera fyndnasta myndin af þessum þremur. Þegar voldug og stórhættuleg glæpasamtök komast yfir raun- veruleg nöfn allra njósnara bresku leyniþjónustunnar kemur ekkert annað til greina en að kalla í snjallasta njósnara heims og fá hann til að fara í málið. Sá maður heitir Johnny English. Já, Johnny English mætir aftur á svæðið 5. október til að ganga enn á ný á milli bols og höfuðs á óvinum Bretlands. Að vísu var hann sestur í helgan stein eftir áratugaþjónustu við ættjörðina en þar sem allir aðrir njósnarar leyniþjónustunnar eru úr leik var ein- faldlega ekki um aðra að ræða. Að sjálfsögðu skorast Johnny ekki undan þessari ábyrgð frekar en fyrri daginn og hefur strax að rannsaka málið ásamt dyggum aðstoðarmanni sínum, Bough. Grunurinn beinist fljótlega að hakkaragengi í Suður-Frakklandi og hinni fögru Ophelíu sem virðist vera höfuðpaur þess og aðalskipu- leggjandi. Hvort það sé rétt eða ekki kemur í ljós en eins og allir vita er Johnny English manna snjallastur við að renna á rétta lykt ... Rowan Atkinson er engum líkur og fer ávallt létt með að kæta áhorfendur með kostulegum töktum og svipbrigðum, svo ekki sé talað um það sem hann lætur Johnny English framkvæma! Johnny English Strikes Again Gamanmynd Punktar .................................................... Not the Nine O’Clock News. Veistu svarið? Rowan Atkinson hefur allt frá því hann birtist fyrst í breskum gamanþáttum í sjónvarpi árið 1979 verið einn vinsælasti og virtasti gaman- leikari Breta. Hvað hétu þessir sjónvarpsþættir? Emma Thompson leikur forsætisráðherra Bretlands sem verður að láta til sín taka þar sem MI-6 leyniþjónustan er í lamasessi.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=