Myndir mánaðarins, október 2018 - Bíó
15 Myndir mánaðarins Væntanlegt í nóvember Nýjasta mynd Óskarsverðlaunaleikstjórans Steves McQueen, Widows , var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto 9. sept- ember og hefur hlotið frábæra dóma þeirra sem séð hafa. Myndin sækir innblásturinn í samnefnda og mjög vinsæla sakamálaþætti sem sýndir voru í bresku sjónvarpi á áttunda áratuginum og segir frá nokkrum konum sem missa eiginmenn sína eftir að þeir fremja bíræfið rán sem fer úrskeiðis. Í fyrstu vita konurnar vart sitt rjúkandi ráð en svo kemur upp sú hugmynd að þær ljúki við ránið sem eiginmenn þeirra voru að reyna að fremja þegar þeir féllu. Með hlutverk kvennanna fara þær Viola Davis, Michelle Rodriguez, Elizabeth Debicki og Cynthia Erivo en í öðrum stórum hlutverkum eru m.a. Colin Farrell, Liam Neeson, Daniel Kaluuya, Jacki Weaver, Carrie Coon, Robert Duvall, Jon Bernthal og Lukas Haas, eða með öðrum orðum pottþéttur leikhópur sem kann sitt fag. Teiknimyndin Wreck-It Ralph sem Disney sendi frá sér árið 2012 hefur æ síðan notið mikilla vinsælda en hún sagði frá leikjapers- ónunni Ralph sem var orðinn dauðleiður á að vera alltaf vondi kallinn í leiknum og langaði að prófa eitthvað nýtt. Það tókst honum að lokum og í þessari framhaldsmynd, sem sögð er slá þá fyrri út í húmor og gæðum, lendir hann í nýjum ævintýrum þegar hann og besta vinkona hans, Vanellope, uppgötva að í gegnumWi Fi-beini, eða router, geta þau ferðast eins og þau vilja út í óravíddir internetsins. Þeirri tilbreytingu taka þau fegins hendi og vita auð- vitað ekki að það er auðveldara að fara út en að komast heim aftur. Tvær fyrsta flokks stiklur hafa verið frumsýndar úr Ralph Breaks the Internet og eru þær hvor annarri fyndnari, en að gerð myndarinnar standa sömu aðilar og gerðu hina vinsælu teiknimynd Zootropolis árið 2016. Ralph Breaks the Internet verður frumsýnd 30. nóvember. Ekkjurnar ákveða að í staðinn fyrir að setjast niður og gefast upp þurfi þær að sýna hvað í þeim býr í eitt skipti fyrir öll. Þau Ralph og Vanellope lenda í kostulegumævintýrum þegar þau finna leið til að ferðast um internetið alveg eins og þau vilja.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=