Myndir mánaðarins, október 2018 - Bíó

14 Myndir mánaðarins Væntanlegt í nóvember Hin sígilda saga dr. Seuss um ótuktina Trölla sem ákvað að stela jólunum frá íbúum Hver-bæjar kemur í bíó í nóvember í ferskum búningi fyrirtækisins Illumination sem gerði m.a. Aulinn ég - myndirnar, myndina umSkósveinana, Syngdu og Leynilíf gæludýra . Trölli býr í fjalli fyrir ofan Hver-bæ sem eitt sinn var heimabær hans og lætur það fara alveg sérstaklega í taugarnar á sér þegar fyrrverandi nágrannar hans byrja að skreyta fyrir jólin, kaupa gjafir og gleðjast. Hann ákveður því að taka til sinna ráða, læðast inn í bæinn að næturlagi og hreinlega stela öllum gjöfunum og skreytingunumþannig að íbúarnir nái ekki að halda upp á jólin og verði jafnfúllyndir og hann er sjálfur. Það sem hann reiknar hins vegar ekki með er að þótt hann geti í sjálfu sér stolið því efnislega sem tengt er jólunum getur hvorki hann né nokkur annar stolið jólagleðinni sjálfri. Og hvað gerir Trölli þá? Í nóvember er líka komið að öðrum kafla sögunnar um Newt Sca- mander og ævintýri hans í veröld töfra og töframanna sem eins og gengur eru misgóðir og mistraustir líkt og reynslan hefur sýnt. Fyrir utan Newt, sem Eddie Redmayne leikur á ný, hittum við að sjálfsögðu vini hans úr fyrstu myndinni og marga nýja karaktera, meira að segja tvo sem leiknir eru af Ingvari E. Sigurðssyni og Ólafi Darra Ólafssyni. En aðalandstæðingur Newts að þessu sinni verður hinn valdagráðugi Gellert Grindelwald sem Johnny Depp leikur. Hann er sannarlega ekki allur þar sem hann er séður og á eftir að setja í gang alveg stórhættulega atburðarás sem Newt á í fullu fangi með að stöðva, jafnvel þótt hann njóti aðstoðar öflugra samherja, þ. á m. Albusar Dumbledore sem Jude Law leikur. Fyrsta Fantastic Beast -myndin halaði inn um 814 milljónir dollara í kvikmyndahúsum og verður gaman að sjá hvort þessi geri betur. Þegar Trölli stal jólunum er sígild og mjög fyndin saga sem á alltaf erindi við alla, bæði börn og fullorðna. Eddie Redmayne leikur sem fyrr hinn göldrótta Newt Scamander sem reynir að nota hæfileika sína til að gera líf annarra betra.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=