Myndir mánaðarins, október 2018 - Bíó
10 Myndir mánaðarins Bíófréttir – Væntanlegt Því er ekki að neita að þær eru vígalegar á að líta leikkonurnar Saoirse Ronan og Margot Robbie hér að ofan þar sem þær eru í hlutverkum sínum sem Mary Stúart Skotadrottning annars vegar og hins vegar sem Elísabet 1 Englandsdrottning í væntanlegri mynd leikstjórans Josies Rourke, Mary Queen of Scots , sem frumsýna á í janúar. Myndin er byggð á bók Johns Guy og segir frá því þegar Mary Stúart, sem var réttborin drottning Skota, sneri til Skotlands á ný eftir að hafa alist upp í Frakklandi frá unga aldri. Margir, þar á meðal hún sjálf, töldu hana einnig eiga tilkall til ensku krúnunnar, en því var Elísabet að sjálfsögðu ekki sammála. Eftir að Mary hafði lent í vandræðum heima fyrir sem tengdust hjónabandi hennar og James Hepburn leitaði hún á náðir Elísabetar árið 1567. Þær stöllur voru í raun ekki óvinir en þar semMary hafði gert tilkall til ensku krúnunnar og naut stuðnings uppreisnarhóps sem studdi þá kröfu þá þorði Elísabet ekki að styðja hana og í gang fór mikil barátta sem við förum ekki nánar út í hér. Mary Queen of Scots er ein af þeimmyndum sem er spáð góðu gengi á verðlaunahátíðum næsta árs og við bíðum spennt að sjá hvað verður. Hér sjáum við bandaríska leikstjórann, handritshöfundinn og fram- leiðandann Cary Joji Fukunaga sem m.a. gerði 2011-myndina Jane Eyre og síðan hina áhrifaríku Beasts of No Nation árið 2015 auk þess að vera aðalhöfundur sjónvarpsþáttanna Maniac sem notið hafa mikilla vinsælda að undanförnu. Nýlega var tilkynnt aðCary hefði verið ráðinn leikstjóri næstu James Bond -myndar, þeirrar 25. í röðinni, í kjölfar þess að Danny Boyle sagði sig frá verkefninu vegna „listræns ágreinings“ við framleiðendur hennar. Myndin á að vera tilbúin í febrúar 2020 og eru miklar vonir bundnar við að Cary eigi eftir að viðhalda vinsældum Bonds og gott betur, enda frábær leikstjóri eins og fyrri myndir hans hafa sýnt svo glögglega. Við sendum honum a.m.k. góða strauma! Það eru heil 40 ár á milli þessara tveggja mynda sem teknar voru af þeim John Carpenter leikstjóra og leikkonunni Jamie Lee Curtis. Sú fyrri var tekin árið 1978 þegar Jamie lék aðalhlutverkið í mynd Carpenters, Halloween , og sú seinni var tekin í sumar eftir að tökum á nýrri Halloween -mynd lauk en Carpenter var einn af framleiðendum hennar og listrænn ráðgjafi. Nýja myndin gerist líka 40 árum eftir atburðina í þeirri fyrri og Jamie leikur sömu persónuna og þar, Laurie Strode, sem nú fær loksins tækifæri til að gera upp sakirnar við morðingjann Michael Myers. Sjá nánar um myndina á blaðsíðu 27.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=