Myndir mánaðarins, september 2018

28 Myndir mánaðarins It’s Only the End of the World – Faces Places 28. september 97 mín Aðalhlutverk: Gaspard Ulliel, Vincent Cassel, Marion Cotillard og Léa Seydoux Leikstjórn: Xavier Dolan Útgef.: Myndform VOD Drama/leikrit Louis er rithöfundur sem fyrir tólf árum yfirgaf fjölskyldu sína og hefur síðan verið í litlu semengu sambandi við hvorki móður sína, eldri bróður né yngri systur sem man varla eftir honum. Þegar hann birtist skyndilega á sínu gamla heimili er uppgjör á milli hans og ættingjanna óumflýjanlegt. Þessi áhrifaríka og margverðlaunaða mynd kanadíska leikstjórans Xaviers Dolan er byggð á samnefndu leikriti Jeans-Luc Lagarce sem var frumflutt árið 1990. Hér fara nokkrir af bestu leikurum Frakka á kostum í margslunginni persónusköpun, en óhætt er að segja að fjölskylda Louis sé ósátt við brotthvarf hans á sínum tíma. Það sem hún veit hins vegar ekki er að ástæðan fyrir því að Louis ákvað að koma í heimsókn er að hann er dauðvona og er því kominn til að kveðja í hinsta sinn ... Síðasta máltíðin Louis hefur ekki séð fjölskyldu sína í tólf ár og því verða fagnaðarfundir með þeim þegar hann lætur loksins sjá sig. Sú gleði verður þó skammvinn. l Myndin hlaut fimm verðlaun af sjö tilnefningum til Kanadísku kvikmyndaverðlaunanna árið 2017, þ.e. fyrir handritið, leikstjórnina, kvikmyndatökuna, besta leik í aukahlutverki karla og sem besta mynd ársins. Hún var einnig tilnefnd til sex César-verðlauna og hlaut þau í þremur flokkum, fyrir bestu leikstjórn, bestu klippingu og fyrir besta leik í aðalhlutverki karla. Þess utan var hún tilnefnd til Gull- pálmans á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2016 þar sem Xavier Dolan hlaut dómnefndarverðlaunin fyrir leikstjórnina. Punktar ............................................................................................ HHHH - Guardian HHH - Screen International HHH - The Telegraph 28. september 94 mín Höfundar: JR og Agnès Varda Útgefandi: Myndform VOD Heimildarmynd Hin tæplega níræða Agnès Varda, sem á margar af merkustu kvikmyndum Frakka að baki, og hinn 35 ára gamli ljósmyndari og listamaður JR tóku sig til og ferðuðust um heimaland sitt sumarið 2016 á hinum sérútbúna ljós- myndabíl JR. Úr varð alveg kostuleg heimildarmynd sem allir verða að sjá. Segja má að Faces Places sé í raun miklu meira en heimildarmynd því hún er um leið lífssaga fjölda persóna, bæði þeirra sem gerðu hana og þeirra sem þau hitta fyrir á ferðum sínum. Þessar sögur lifa svo áfram, löngu eftir að myndinni lýkur ... Farið um Frakkland Í þessari einstöku og bráðskemmtilegu mynd ferðast þau Agnès Varda, leikstjóri, og ljósmyndarinn JR vítt og breitt um Frakkland og taka risastórar myndir! l Faces Places , sem heitir á frummálinu Visages villages , hefur eins og sést á stjörnugjöfinni hér fyrir ofan hlotið toppdóma gagnrýnenda fyrir utan óteljandi verðlaun hvar sem hún hefur verið sýnd á kvikmyndahátíðum. l Segja má að um leið og við kynnumst þeim JR og Agnès Varda og því einstaka sambandi sem er á milli þeirra kynnumst við einnig vel hinum almenna Frakka sem býr í sveitum landsins og landinu sjálfu. Einhver orðaði það svo að þegar myndinni lýkur mun þig langa til að kaupa þér flugmiða til Frakklands! Punktar ............................................................................................ HHHHH - Boston Globe HHHHH - Wash. Post HHHHH - N.Y. Times HHHHH - Rolling Stone HHHHH - Guardian HHHHH - Screen HHHHH - IndieWire HHHH 1/2 - The Wrap HHHH 1/2 - Variety HHHH 1/2 - R.Ebert.com HHHH 1/2 - H. Reporter HHHH 1/2 - Slant

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=