Myndir mánaðarins, september 2018

27 Myndir mánaðarins 27. september 86 mín Aðalhl.: Jessica Kennedy, Kathleen Turner, Frances Fisher ogWallace Shawn Leikstj.: John Rogers Útg.: Sena VOD Gamandrama Þau Matthew og Louisa eru að fara að gifta sig og bæði fjölskyldur þeirra og vini drífur að til að vera viðstödd hina hátíðlegu stund. Þar á meðal er bróðir brúðgumans, Kurt, en hann glímir við það vandamál að vera fyrr- verandi unnusti Louisu og er vægast sagt mjög ósáttur við ráðahaginn. Það er stundum sagt að hver hafi sinn djöful að draga og þaðmætti vel heimfæra upp á persónur þessarar myndar því fyrir utan Kurt og brúðhjónin glíma nánast allir brúðkaupsgestirnir við eitthvað úr fortíðinni sem ekki hefur verið gert upp. Um leið og hin persónulegu vandamál sem þau Matthew, Louisa og Kurt glíma við sín á milli fara að koma upp á yfirborðið byrja aðrir gestir einnig að rifja upp sín vandamál sem eru af ýmsum toga og öllum tegundum. Hvort þeim takist að leysa þau áður en presturinn kemur og athöfnin hefst kemur svo um síðir í ljós ... Bögglarnir og skammrifin Wallace Shawn og Kathleen Turner eru á meðal brúðkaupsgesta sem Albert og Barbara. Another Kind of Wedding – Disobedience 27. september 114 mín Aðalhlutverk: Rachel Weisz, Rachel McAdams og Alessandro Nivola Leikstjórn: Sebastián Lelio Útgefandi: Sena VOD Drama/rómantík Ronit Krushka er ljósmyndari í New York sem snýr aftur á heimaslóðirnar í Englandi þegar faðir hennar sem er rabbíni deyr, en hún hafði á sínum tíma yfirgefið strangtrúaðan söfnuðinn sem fjölskylda hennar tilheyrir enn. Ronit ákveður að banka upp á hjá æskuvini sínum, Dovid, og kemst þá að því að hann er kvæntur æskuvinkonu þeirra beggja, Esti. Það sem Dovid veit hins vegar ekki er að ein af ástæðunum fyrir því að Ronit yfirgaf söfnuðinn var að hún og Esti áttu í forboðnu ástarsambandi semgat ekki gengið lengur enda hefðu fjölskyldur þeirra snúið baki við þeim ef upp um þær hefði komist. En hvað gerist núna? Hverju vilt þú fórna? Rachel Weisz, Rachel McAdams og Alessandro Nivola leika aðalpersónurnar í Disobedience , þær Ronit, Esti og eiginmann þeirrar síðarnefndu, Dovid. l Myndin er byggð á sam- nefndri skáldsögu Naomi Alderman sem kom út árið 2006 og var hennar fyrsta bók, en Naomi er sennilega þekktust í dag fyrir bók sína The Power sem vann til fjölda bókmenntaverðlauna í fyrra og verður að öllum líkindum kvikmynduð fljótlega. l Leikstjóri myndarinnar er hinn margverðlaunaði Sebastián Lelio sem gerði m.a. myndirnar A Fantastic Woman og Gloria . Disobedience er hans fyrsta mynd á ensku. Punktar ............................................................................................ HHHHH - S. F. Chronicle HHHH 1/2 - Hollyw. Reporter HHHH - E.W. HHHH 1/2 - Rolling Stone HHHH - L.A. Times HHHH - The Guardian HHHH - Screen HHH 1/2 - ReelViews HHH 1/2 - Chicago Sun-Times

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=