Myndir mánaðarins, september 2018
24 Myndir mánaðarins Solo: A Star Wars Story Aftur til upphafsins Aðalhlutverk: Alden Ehrenreich, Emilia Clarke, Donald Glover, Paul Bettany, Woody Harrelson, Phoebe Waller-Bridge, Thandie Newton, Jon Favreau, Joonas Suotamo og Warwick Davis Leikstjórn: Ron Howard Útgefandi: Síminn og Vodafone 135 mín Edtv. 27. september l Í Solo: AStarWars Story koma auðvitað frammargar nýjar persónur sem ekki hafa áður komið við sögu í Star Wars -seríunni en einnig nokkrar gamlar og góðar, þ. á m. Lando Calrissian sem Billy Dee Williams lék í myndunum The Empire Strikes Back og The Return of the Jedi . Hann er hér leikinn af Donald Glover. Önnur hliðarsagan í Star Wars -sögunni segir frá ævintýrum Hans Solo áður en hann hitti Luke Skywalker og gekk ásamt honum til liðs við uppreisnarmenn í fyrstu myndinni, þ.e. fjórða kafla sögunnar, A NewHope , sem var frumsýndur 1977. Eins og allir sem fylgst hafa með Star Wars -sögunum vita fjallaði fyrsta hliðarsagan, Rogue One , um það hvernig uppreisnarmenn komust yfir teikningarnar sem síðar áttu eftir að gera þeim kleift að finna veika blettinn á hinum risastóra vígahnetti Dauðastjörn- unni. Í þetta sinn fáum við hins vegar að kynnast Han Solo áður en hann og Luke Skywalker hittust í fyrsta sinn í A New Hope , og hefst sagan meira að segja löngu áður en Han eignast hið forláta geim- og bardagaskip Millennium Falcon og áður en hann hittir félaga sinn, Chewbacca í fyrsta sinn. Meira viljum við ekki segja um sög- una til að skemma ekki fyrir þeim sem hafa ekki séð myndina en óhætt er að fullyrða að hún er full af óvæntum atburðum og upp- götvunum sem að lokum leiða til þess að þeir Han og Luke hittast í fyrsta sinn á plánetunni Tatooine, heimaplánetu Lukes ... Hinn 29 ára gamli Alden Ehrenreich leikur Han Solo í myndinni en þess má geta að Harrison Ford var 34 ára þegar hann lék hann í A New Hope . Solo: A Star Wars Story Star Wars Punktar .................................................... Veistu svarið? Woody Harrelson leikur hér Tobias Beckett sem fær Han Solo í lið með sér og á eftir að verða nokkurs konar lærifaðir hans. Um leið er þetta í annað sinn sem Ron Howard leikstýrir Woody í bíómynd, en það gerði hann einnig árið 1999. Í hvaða mynd? VOD HHHH 1/2 - Verge HHHH 1/2 - C. Sun-Times HHHH - IGN HHHH - Empire HHHH - Telegraph HHHH - The Guardian HHHH - Total Film HHH 1/2 - E. Weekly HHH 1/2 - Variety
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=