Myndir mánaðarins, september 2018

12 Myndir mánaðarins 6. september 92 mín Aðalhlutverk: Dhanush, Bérénice Bejo, Erin Moriarty og Barkhad Abdi Leikstjórn: Ken Scott Útgefandi: Sena VOD Gamanmynd Hin skemmtilega saga um Ajatashatru Oghash Rathod sem þóttist vera fakír og plataði heimafólk sitt í bænum Rajasthan á Indlandi til að láta sig fá peninga svo hann gæti farið til Parísar að kaupa alvöru naglarúm í IKEA. Hér er um sérlega fyndna sögu að ræða en ferðalag fakírsins á eftir að verða mun umfangsmeira en hann hafði gert ráð fyrir þegar röð tilviljana breytir því í allsherjar Evrópureisu með fjölbreyttum hliðarævintýrum þar sem Ajatashatru eignast alls konar vini á ólíklegustu stöðum. Um leið er sagan líka flugbeitt háðs- ádeila á nútímasamfélag þar sem tekið er á sammannlegum þáttum eins og leitinni að ástinni, viðurkenningu og öryggi á viðsjárverðum tímum. Í heildina séð stendur þó upp úr að Ævintýraferð fakírsins sem festist inni í IKEA-skáp er ein besta „feel good“-mynd ársins og um leið mynd fyrir alla kvikmyndaunnendur. Lagt upp í langferð Aðalhlutverkið í myndinni er í höndum leikarans Venkatesh Prabhu sem er betur þekktur undir sviðsnafni sínu, Dhanush. Punktar ................................... l Ævintýraferð fakírsins sem festist inni í IKEA-skáp er byggð á samnefndri metsölubók franska rithöfundarins Romains Puertolas sem kom út árið 2013 og hefur síðan verið þýdd á fjölda tungumála, þ. á m. á íslensku af Friðriki Rafnssyni á vegum JPV- bókaútgáfunnar árið 2014. l Leikstjóri myndarinnar er hinn kanadíski Ken Scott sem sendi frá sér grínsmellinn Starbuck árið 2011 og síðan endurgerð hennar, Delivery Man . Handritið er hins vegar eftir höfund sögunnar, Romain Puértolas, og Luc Bossi sem skrifaði m.a. handrit myndarinnar Mood Indigo . Ævintýraferð fakírsins sem festist inni í IKEA-skáp – Patient Zero 6. september 93 mín Aðalhlutverk: Matt Smith, Stanley Tucci, Natalie Dormer og Clive Standen Leikstj.: Stefan Ruzowitzky Útg.: Sena VOD Tryllir Eftir að sjúkdómur, sem breytir öllum lifandi verum sem smitast af honum í blóðþyrst villidýr, leggst á bróðurpart mannkynsins berst lítill hópur eftirlifenda við að halda lífi og vonast enn til að hægt sé að finna lækningu. Patient Zero er nýjasta mynd leikstjórans Stefans Ruzowitzky sem sendi síðast frá sér glæpasögurnar Cold Hell og Deadfall . Hér tekst hann á við zombie-sögu sem gerist í náinni framtíð og segir frá leit lítillar sveitar manna að lækningu við upp- vakningaplágunni semgrundvallast á því að einn þeirra hefur verið bitinn án þess þó að breytast í uppvakning. Þegar sveitin finnur annan slíkan mann, „prófess- orinn“, aukast væntingarnar verulega. En tíminn er naumur og varnirnar veikar ... Kapphlaup við tímann Matt Smith og Stanley Tucci í hlutverkum sínum sem þeir Morgan og„prófess- orinn“, en þeir hafa báðir verið bitnir án þess þó að breytast í blóðþyrst villidýr. l Handrit myndarinnar, sem er eftir Mike Le, var árið 2013 á svarta listanum svo- nefnda í Hollywood yfir eftirsóttustu handritin sem höfðu ekki verið kvikmynduð. Punktar ............................................................................................

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=