Myndir mánaðarins, ágúst 2018 - Leigan

27 Myndir mánaðarins Snake Outta Compton – Action Point 24. ágúst 89 mín Aðalhl.: Ricky Flowers Jr., Motown Maurice, Tarkan Dospil og Aurelia Michael Leikstj.: Hank Braxtan Útgef.: Myndform VOD Skrímslagrín Eins og heiti myndarinnar bendir til gerist hún í Compton-hverfinu í Los Angeles á þeim tíma sem allir, eða margir a.m.k., sem þar bjuggu töldu sig vera rappara áuppleið. Nokkrir þeirrahafanýlega skrifaðuppámikilvægan samning um tónleikahald þegar þeir fá skyndilega um allt annað að hugsa. Snake Outta Compton er gamanmynd og farsi með dassi af vísindaskáldskap og splatter í bland. Um leið má segja að hún innihaldi ríflegan skammt af ádeilu, ekki síst á þann kúltúr sem ríkti í Compton þegar tónlistarmenn eins og Ice Cube, Dr. Dre, Eazy-E, DJ Yella og fleiri byrjuðu að gera garðinn frægan í hljómsveitinni Niggers With Attitude. Inn í söguna blandast síðan snákur einn sem vegna efna- fræðitilraunar eins af nördum hverfisins byrjar að stækka og stækka með tilheyr- andi aukinni matarlyst. Vilji hinir vösku meðlimir rappsveitarinnar láta drauma sína rætast á tónlistarsviðinu verða þeir fyrst að leysa þetta snákavandamál ... Hetjurnar koma úr óvæntustu áttum Þeir Pinball og Beez Neez (Motown Maurice og Tarkan Dospil) þurfa að grípa til hverra þeirra ráða sem þeim er fært að grípa til þegar snákurinn fer að gera þeim lífið leitt. 29. ágúst 85 mín Aðalhlut.: Johnny Knoxville, Susan Yeagley, Johnny Pemberton og Jason Burkey Leikstj.: Tim Kirkby Útg.: Síminn og Vodafone VOD Gamanmynd D.C. er eigandi skemmtigarðsins Action Point sem hefur ekki gengið vel enda lítt viðhaldið og með frekar lélegum leiktækjum. Þegar nýr garður opnar í nágrenninu og dóttir D.C. kemur í heimsókn ákveður hann að taka sig á og breyta Action Point í öðruvísi skemmtigarð þar sem allt er leyfilegt! Það er sjálfur Jackass-kóngurinn Johnny Knoxville sem fer hér fyrir sínu fólki í nýrri Jackass-mynd sem eins og Bad Grandpa inniheldur söguþráð utan um allar tilraunirnar og áhættuatriðin sem eru flest framkvæmd af Johnny sjálfum. Myndin sækir innblásturinn í heimildarmyndina TheMost Insane Amusement Park Ever eftir Matt Robinson en hún sagði frá skemmtigarðinum Action Park í New Jersey sem varð frægur að endemum á áttunda áratug síðustu aldar fyrir að vera einn hættulegasti skemmtigarður veraldar enda voru öll tækin þar í lamasessi og slys voru tíð, auk þess sem starfsfólkið hafði enga tækniþekkingu til að bera ... Stærra, betra, lífshættulegra! Johnny Knoxville leikur eiganda Action Point, D.C., eða Deshawn Carver. Punktar ............................................................................................ l Action Point var tekin upp á 14 vikum, en stór hluti af þeim tíma fór í að bíða eftir að Johnny Knoxville jafnaði sig eftir áhættu- atriðin þar sem hann slasaðist iðulega við framkvæmd þeirra og brotnaði m.a. oftar en einu sinni. l Skemmtigarðinum alræmda Action Park í New Jersey, sem er innblástur sögunnar í Action Point , var endanlega lokað árið 1996 en þá höfðu m.a. orðið sex banaslys í honum auk ótal annarra slysa. Þrátt fyrir það höfðu yfirvöld ekki brugðist við og það sem gekk endanlega frá rekstrinum voru skaðabótakröfur frá aðstandendum hinna látnu og frá þeim sem slösuðust.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=