Myndir mánaðarins, ágúst 2018 - Leigan
19 Myndir mánaðarins Andið eðlilega Allir eiga sér sögu Aðalhlutverk: Kristín Þóra Haraldsdóttir, Babetida Sadjo, Patrik Nökkvi Pétursson, Bragi Árnason, Sólveig Guðmundsdóttir, Jakob Jónsson, Sveinn Geirsson, Helga Vala Helgadóttir, Þorsteinn Bachmann, Guðbjörg Thoroddsen og Gunnar Jónsson. Leikstjórn: Ísold Uggadóttir Útgefandi: Sena 95 mín Kriól. 16. ágúst l Andið eðlilega hefur hlotið góða dóma gagnrýnenda, t.d. hjá kvik- myndatímaritinuVariety þar sem efnistök Ísoldar eru sögð minna á efnistök meistara Kens Loach og belgísku Dardenne-bræðranna. Myndin er með 7,4 í meðaleinkunn almennra áhorfenda á Imdb. l Andið eðlilega var valin á hina virtu Sundance-kvikmyndahátíð, þar sem hún var verðlaunuð fyrir bestu leikstjórn í flokki alþjóðlegra mynda (World Cinema). Næst fór hún á Gautaborgarhátíðina þar sem hún hlaut Fipresci-verðlaun alþjóðlegra gagnrýnenda. Það tvennt undirstrikar hversu áhrifarík gæðamynd Andið eðlilega er. Í bíómyndinni Andið eðlilega er sögum tveggja ólíkra kvenna fléttað saman, annars vegar hælisleitanda frá Gíneu-Bissá og hins vegar ungrar íslenskrar konu sem hefur störf við vega- bréfaskoðun á Keflavíkurflugvelli. Leiðir þeirra liggja saman á örlagastundu í lífibeggja og tengjast þær óvæntumböndum. Andið eðlilega er fyrsta mynd Ísoldar Uggadóttur í fullri lengd en hún á að baki fjórar stuttmyndir sem hafa borið hróður hennar víða um lönd og aflað fjölda verðlauna, þar á meðal tvennra Eddu- verðlauna fyrir myndirnar Njálsgata árið 2009 og Clean árið 2011, en áður hafði mynd hennar Góðir gestir verið valin til sýningar á Sundance-kvikmyndahátíðinni 2007. Meginþema í myndum Ísoldar hefur frá upphafi verið reynsluheim- ur kvenna þar sem lögð er áhersla á raunsanna frásögn af raunveru- legum aðstæðum og svo er einnig með söguna í Andið eðlilega . Við undirbúning á henni gerðist Ísold m.a. sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum þar sem hún komst hún í kynni við erlenda konu sem hafði leitað hælis á Íslandi og þurfti að glíma við margvíslega erfið- leika. Ísold hafði þegar hafið vinnu við sögu efnalítillar konu, Láru, sem reynir að draga fram lífið fyrir sjálfa sig og barnungan son, en fær tækifæri til betra lífs þegar henni býðst lærlingsstaða á Kefla- víkurflugvelli. Innblásin af sögu konunnar sem hún kynntist hjá Rauða krossinum ákvað Ísold að tengja saman sögur þessara kvenna. Inn í atburðarásina fléttast svo tengsl Láru við Eldar son sinn, sem sjálfur vill umfram allt veita kisunni sinni, Músa, öruggt skjól ... Kristín Þóra Haraldsdóttir og Patrik Nökkvi Pétursson semmæðginin Lára og Eldar í verðlaunamynd Ísoldar Uggadóttur, Andið eðlilega . Andið eðlilega Saga úr samtímanum Punktar .................................................... Veistu svarið? Eins og kemur fram í kynningunni hér á síðunni er hælisleitandinn Adja frá Afríkuríkinu Gíneu-Bissá þar sem opinbera tungumálið er portúgalska. Langflestir landsmenn nota þó sín á milli sértækt afbrigði af portúgölsku. Hvað nefnist það afbrigði? Í hlutverki hælisleitandans Adju er Babetida Sadjo. VOD
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=