Myndir mánaðarins, ágúst 2018 - Leigan
18 Myndir mánaðarins 10. ágúst 108 mín Aðalhl.: Søren Malling, Marie Askehave, Lisa Nilsson og Mads Riisom Leikstj.: Henrik Ruben Genz Útgefandi: Myndform VOD Gamandrama Gud taler ud er byggð á samnefndri sjálfsævisögu rithöfundarins og leik- ritaskáldsins Jens Blendstrup sem kom út árið 2004 og segir frá afar sér- stökum uppvaxtarárum hans í Árósum á níunda áratug síðustu aldar. Jens Blendstrup fæddist árið 1968 í úthverfinu Risskov í norðanverðum Árósum og er yngstur þriggja bræðra. Uppvaxtarsaga hans og bræðra hans einkenndist af yfirráðum föður þeirra, sálfræðingsins Uffe sem var sannarlega ekki eins og fólk var flest og sagðist m.a. vera guð. Allt þurfti að vera eftir hans höfði á heim- ilinu og átti móðir drengjanna fullt í fangi með að halda því saman í heilu lagi enda voru bræðurnir ákveðnir í að yfirgefa það við fyrsta tækifæri. Og þegar Uffe fékk síðan ærna ástæðu til að skrifa æviminningar sínar fór allt úr böndunum ... Uppgjör uppgjöranna Søren Malling leikur hinn sérstaka Uffe sem er sjálfskipaður guð og Lisa Nilsson leikur Gerd Lillian sem þarf að taka í taumana þegar hlutirnir eru á leið úr böndunum. Punktar ............................................................................................ l Gud taler ud var tilnefnd til Bodil-verðlaunanna fyrir leik Lisu Nilson og til fimm Robert-verðlauna, þ.e. fyrir handrit, sviðsetningu, búninga, förðun og tónlist. Gud taler ud – Símon Teiknimyndaþættirnir um Símon eru byggðir á metsölubókum Stephanie Blake sem hafa verið þýddar á yfir 20 tungumál og hafa þessir þættir notið mikilla vinsælda á sjónvarpsstöðvum víða um heim, þ. á m. á RÚV. Símon er eldhress kanínustrákur sem lætur sér fátt óviðkomandi og er óhræddur við að prófa og læra eitthvað nýtt. Um leið á hann það til að gera mistök en þótt hann sé svona lítill er hann með stórt hjarta og er ávallt fljótur að sjá muninn á röngu og réttu. Símon Sjö þættir um fjallhressa kanínustrákinn Símon 10. ágúst 40 mín Teiknimyndir um Símon kanínustrák og uppátæki hans á hverjum degi Útgefandi: Myndform VOD Barnaefni
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=