Myndir mánaðarins, ágúst 2018 - Bíó

22 Myndir mánaðarins The Meg Hættulegasta dýr jarðar Aðalhlutverk: Jason Statham, Bingbing Li, Rainn Wilson, Ruby Rose, Jessica McNamee, Robert Taylor, Cliff Curtis, Shuya Sophia Cai og Ólafur Darri Ólafsson Leikstjórn: Jon Turteltaub Bíó: Sambióin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Bíóhúsið Selfossi, Ísafjarðarbíó, Eyjabíó og Bíóhöllin Akranesi 113 mín Lock, Stock and Two Smoking Barrels. Frumsýnd 17. ágúst l Eins og í myndinni The Spy Who Dumped Me leikur Ólafur Darri Ólafsson aukahlutverk í The Meg og kallast persóna hans„TheWall“ samkvæmt kreditlistanum á Imdb.com. Persónu hans bregður a.m.k. tvisvar fyrir í aðalstiklu myndarinnar og við skulum vona að hún eigi ekki eftir að enda líf sitt í maganum á risahákarlinum. l Leikstjóri myndarinnar, Jon Turteltaub, sendi síðast frá sér mynd- ina Last Vegas árið 2013 og þar á undan The Sorcerer’s Apprentice árið 2010. Þess utan á hann m.a. að baki National Treasure -mynd- irnar tvær með Nicholas Cage í aðalhlutverki ogmyndirnar Instinct , Phenomenon , While You Were Sleeping og Cool Runnings . Vísindamönnum og áhöfn neðansjávarrannsóknarstöðvar- innar Mana One bregður í brún þegar forsögulegur risahákarl birtist skyndilega úr undirdjúpunum og laskar stöðina það mikið að þeim er bráður bani búinn komist þau ekki fljótlega upp á yfirborðið. En leiðin upp er líka leiðin beint í dauðann. The Meg er byggð á samnefndri bókaseríu Steves Alten um kafarann og neðansjávarlíffræðinginn Jonas Taylor og ævintýri hans, en fyrsta bókin í seríunni kom út árið 1997 og eru þær sex talsins. Í myndinni er það Jason Statham sem leikur Jonas og það tekur hann ekki langan tíma að átta sig á að þessi risahákarl sem réðst á rannsóknar- stöðina er í raun hin forsögulega risaskepna megalodon sem ríkti yfir höfunum á sama tíma og risaeðlurnar ríktu á landi. Jason veit sem er að hann á litla möguleika í þessa skepnu einn og sér en þar sem líf allra í rannsóknarstöðinni liggur við, svo og allra annarra sem svamla um í sjónum í næsta nágrenni, verður hann að láta til skarar skríða ... Jason Statham sem Jonas Taylor og það er kínverska leikkonan Bingbing Li sem leikur nánasta aðstoðarmann hans, Suyin. The Meg Þótt Jonasi lítist ekkert á átök við risahákarlinn upp á eigin spýtur neyðist hann til að leggja til atlögu þar sem líf margra liggur við. Veistu svarið? Jason Statham heldur upp á tuttugu ára leik- listarafmæli sitt núna í ágúst því þann 28. ágúst eru liðin nákvæmlega 20 ár síðan fyrsta myndin sem hann lék í var frumsýnd í Englandi. Hvaða mynd var það? Spenna / Hasar Punktar ....................................................

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=