Myndir mánaðarins, júlí 2018

32 Myndir mánaðarins Tölvuleikir Forsagan í stuttu máli Leikurinn er nýjasti leikur God of War -leikjaseríunnar, en fyrsti leikur hennar kom út árið 2005 og gerði það gott. Sagan var um Spartverjann Kratos sem felldi gríska stríðsguðinn Ares af velli og gerðist sjálfur stríðsguð á Ólympusfjalli. Þar lenti hann fljótlega í útistöðumvið alla hina guðina og í næstu sex leikjumátti hann eftir að drepa þá alla, þar á meðal Seif þrátt fyrir að hafa komist að því að Seifur væri í raun faðir hans og hann sjálfur því í raun hálfguð. En Kratos gerðist sekur ummeira en dráp á grísku guðunum, hann drap einnig sína eigin fjölskyldu, þar á meðal eiginkonu sína og barn. Það er því óhætt að segja að hann hafi verið illmenni og vondur guð – og það veit hann mætavel sjálfur. Þess ber að geta að ofangreint er bara brot af sögu Kratosar og einnig að það skiptir engu máli hvort fólk hafi spilað eldri leikina eða ekki því sá nýi er alveg sjálfstæð saga og alveg jafn góður fyrir alla, hvort semmaður er að spila God of War í fyrsta sinn eða á eldri leikina að baki. En það er svo sem ekki verra að þekkja þessa sögu. Nýja sagan Mörg ár eru nú liðin frá því að Kratos fór hamförumá Ólympusfjalli, drap guðina þar ogmyrti sína eigin fjölskyldu. Kvalinn af eftirsjá og syndugu hjarta lét hann sig hverfa frá Grikklandi og hélt norður á bóginn á slóðir norrænna guða þar sem enginn úr fortíð hans gæti fundið hann. Þar bjó hann um sig á afskekktasta stað Miðgarðs, nánar til tekið í Villtuskógum, kvæntist nýrri konu, Fey, og eignaðist með henni soninn Atreus. Þegar sagan hefst er Atreus orðinn um 12–13 ára gamall en Fey er nýdáin og er sárt saknað. Kratos og Atreus sjá umbálför hennar í sameiningu og að henni lokinni setur Kratos ösku hennar í skjóðu, en hinsta ósk Fey var að þeir feðgar færu með ösku hennar upp á hæsta fjallstind norðurslóðanna og dreifðu henni þar. Kratos veit að ferðalagið verður erfitt og er í fyrstu óviss um hvort það sé leggjandi á Atreus að fara í það fyrr en hann er orðinn stærri og sterkari. En þá gerist alvarlegur atburður sem verður til þess að þeir feðgar leggja í hann þegar í stað. Atreus, semhefur ekki hugmynd um að faðir hans sé hálfguð, verður bara að gera svo vel og standa sig gagnvart hættunum sem eru framundan ætli hann sér að komast alla leið – á lífi. Spilun Segja má að spilun leiksins skiptist að grunni til í tvennt. Annars vegar er það hinn rauði þráður sögunnar sem þeir feðgar þurfa að fylgja til að koma ösku Fey upp á tindinn og dreifa henni þar og hins vegar eru það ótal aukaverkefni semþeir geta tekið að sér að leysa á leiðinni þangað. Eftir að hafa fylgt beinni slóð í gegnum fyrsta svæði sögunnar kom þeir inn í hinn opna heim Miðgarðs og eftir það er það leikmannsins að ákveða hvort hann fari í gegnum aðalsöguna fyrst eða leysi aukaverkefnin áður, en hann getur að sjálfsögðu einnig blandað þessu saman eins og hann vill, þ.e. kannski leyst nokkur aukaverkefni, haldið áfram með söguna og leyst svo fleiri aukaverkefni áður en hann snýr sér aftur að sögunni. Þetta fer bara eftir smekk hvers og eins en einnig því hve öflugir þeir vilja vera því að með því að leysa aukaverkefni safna þeir feðgar bæði silfri, reynslu og hlutum sem geta gert þá sífellt sterkari og vopnfimari. Gríski guðinn Kratos og sonur hans, Atreus, leggja upp í langferð með ösku eiginkonu Kratosar og móður Atreusar, Fey, en hennar hinsta ósk var að þeir feðgar dreifðu ösku hennar af hæsta tindi landsins. PS4-leikurinn God of War sem kom út í apríl hefur heldur betur slegið í gegn, en hann seldist í meira en fimm milljónum eintaka á fyrsta mánuðinum og er nú umtalaður sem besti leikur ársins og hjá mörg- um sem besti tölvuleikur allra tíma. Í tilefni af því og vegna þess að leikurinn hefur alveg sérstaka skír- skotun til Íslendinga rennum við hér yfir um hvað hann snýst og hvað það er sem gerir hann svona góðan.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=