Myndir Mánaðarins, júlí 2018- Bíó

6 Myndir mánaðarins Þegar þetta blað kemur út er júní svo gott sem á enda runninn og hefur verið boðið upp á fjölbreytta skemmtun í bíó í mánuðinum eins og t.d. Jurassic World: Fallen Kingdom , Adrift eftir Baltasar Kormák þar sem ShaileneWoodley fer á kostum í aðalhlutverkinu, fléttumyndina Ocean’s 8 , Pixar-myndina frábæru um hina ótrú- legu Parr-fjölskyldu og hina léttu og skemmtilegu Book Club þar sem þær Jane Fonda, Diane Keaton, Candice Bergen og Mary Steenburgen hafa fengið marga til að hlæja. Flestar þessar myndir verða vafalaust í sýningu langt fram í júlí þannig að það þarf enginn að láta þær fram hjá sér fara. 27. júní verða síðan þrjár síðustu myndir mánaðarins frumsýndar en þær eiga það sameiginlegt, þótt ólíkar séu að öðru leyti, að hafa fengið afar góða dóma. Þetta eru myndirnar Love, Simon þar sem nýstirnið Nick Robinson fer á kostum í aðalhlutverki, gamanmyndin Tag sem margir hafa sagt að sé ein besta gaman- mynd ársins hingað til og svo spennuhasarinn Sicario: Day of the Soldado með Josh Brolin og Benicio Del Toro í aðalhlutverkum, en fyrstu dómar um þá mynd hafa verið afar góðir og þykir hún gefa fyrri myndinni, einni bestu mynd ársins 2015, lítið sem ekkert eftir. Við hér á Myndum mánaðarins viljum að sjálfsögðu hvetja sem flesta til að skella sér á þessar myndir. Clint Eastwood, sem hélt upp á 88. afmælisdag sinn 31. maí, er nú að leik- stýra nýrri mynd sem heitir The Mule en hún segir frá níræðum manni, Earl Stone, sem fellur í þá freistni að smygla þremur kílóum af kókaíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna fyrir mexíkóskan eitur- lyfjahring. Sagan er sögð styðjast við sanna atburði en handritið er skrifað af Nick Schenk sem skrifaði einnig hina góðu mynd The Judge og myndina Gran Torino sem Clint leikstýrði einmitt 2008 með sjálfum sér í aðalhlutverki. Þá héldu margir að Clint hefði leikið í sinni síðustumynd, enda þótti hann gefa það sterklega í skyn með endi þeirrar myndar en svo er nú aldeilis ekki því hann mun leika hinn níræða Earl. Með helsta hlutverk á móti honum fer Bradley Cooper og er þetta í annað sinn sem þeir tveir vinna saman því eins og menn muna lék Bradley aðalhlutverkið í mynd Clints, American Sniper , sem var frumsýnd fyrir fjórum árum. Nýlega var hafist handa við gerð myndar um ævi tónlistarmanns- ins Reginalds Kenneth Dwight sem flestir þekkja sennilega betur sem Elton John. Myndinni sem nefnist Rocketman , og fjallar fyrst og fremst um upphafið að hinum glæsta ferli Eltons, verður leikstýrt af Dexter Fletcher ( Sunshine on Leith , Eddie the Eagle ) en handritið er skrifað af Lee Hall sem skrifaði m.a. handritin að Billy Elliot , War Horse og Victoria & Abdul . Á dögunum var tilkynnt að Jamie Bell hefði verið ráðinn til að leika textahöfundinn ognánasta samstarfsmann Eltons, Bernie Taupin, en áður hafði verið gert heyrumkunnugt að það yrði Taron Egerton semmyndi leika goðið sjálft. Nánari frétta er að vænta á komandi vikum um hverjir munu leika önnur hlutverk en ekkert liggur fyrir um frumsýningardag þótt líklegt þyki að myndin verði tilbúin í desember á næsta ári. Fyrsta stiklan úr næstu mynd kvikmynda- listamannsins Roberts Zemeckis var frumsýnd á dögunum og hefur vakið verðskuldaða athygli. Myndin nefnist Welcome to Marwen og sækir efnið í líf listamannsins og ljósmyndarans Marks Hogancamp sem varð fyrir því í apríl árið 2000 að fimm menn réðust á hann og börðu hann nánast til ólífis. Mark lifði þó af og eftir að hafa verið í dái í níu daga vaknaði hann á sjúkrahúsi gjörsamlega minnislaus. Í ljós kom að hann hafði orðið fyrir heilaskemmdum og eftir að hafa verið á sjúkrahúsi í 40 daga í viðbót þurfti hann að byggja líf sitt upp aftur frá grunni. Til þess greip hann til óvenjulegra ráða sem áttu eftir að vekja mikla athygli en um þau gerði kvikmyndagerðarmaðurinn Jeff Malmberg heimildarmyndina Marwencol árið 2010. Það er Steve Carell sem leikur Mark í myndinni og eru margir þegar farnir að spá því að hann verði tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir það. Kíkið endilega á þessa stiklu á netinu, hún er meira en þess virði. Fjórar af þeim myndum sem frumsýndar voru í bíóhúsunum í júní og eru enn í sýningu þegar þetta blað kemur út. Myndirnar sem voru frumsýndar 27. júní eiga það sameiginlegt að þykja afar góðar: Love, Simon , Tag og Sicario: Day of the Soldado . Bíófréttir – Væntanlegt Elton John og Bernie Taupin. Myndin er sennilega tekin árið 1970. Stilla úr nýjustu mynd Roberts Zemeckis, Welcome to Marwen .

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=