Myndir Mánaðarins, júlí 2018- Bíó

28 Myndir mánaðarins Hereditary Allar fjölskyldur eiga sín leyndarmál 127 mín Írlandi. l Eins og sjá má á stjörnugjöfinni hér fyrir ofan hefur Hereditary fengið toppdóma gagnrýnenda og er þegar þetta er skrifað með 8,7 í einkunn 48 gagnrýnenda á Metacritic. Á Rotten Tomatoes er hún með 9,0 í einkunn frá 239 gagnrýnendum og á Imdb.com er hún með 7,7 í meðaleinkunn frá rúmlega 27 þúsund notendum. Þegar móðir Annie Graham deyr virðist dauði hennar um leið leysa úr læðingi einhvers konar álög semhvílt hafa á Graham- fjölskyldunni um langt skeið og hvorki Annie né eiginmaður hennar, Peter, hvað þá börn þeirra tvö, Steve og Charlie, hafa hugmynd umhvernig eigi að bregðast við. Hvað geta þau gert? Það gerist nánast á hverju ári að mynd sem er gerð fyrir tiltölulega lítinn pening á mælikvarða Hollywood-mynda slær óvænt í gegn vegna efnistaka og frumlegs söguþráðar og eru slíkar myndir oft nefndar „sleeper-hits“ á ensku kvikmyndamáli. Hereditary fór rak- leiðis í þann flokk mynda þegar hún var frumsýnd á Sundance- kvikmyndahátíðinni í vetur en hún gerir það semhrollvekjur eiga að gera, þ.e. hræðir áhorfendur upp úr skónum. Myndin verður frum- sýnd hér á landi 18. júlí og við skorum á alla hrollvekjuunnendur að skella sér á hana án þess að kynna sér söguþráðinn nánar ... Graham-fjölskyldan samanstendur af foreldrunum Annie og Peter og börnum þeirra, Charlie og Steve, en þau glíma öll við persónu- lega drauga sem eiga vægast sagt eftir að gera þeim lífið leitt. Hereditary er fyrsta mynd handritshöfundarins og leikstjórans Aris Aster í fullri lengd en hún var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíð- inni síðastliðinn vetur við miklar vinsældir og hefur slegið hressilega í gegn eftir að hún fór í almenna dreifingu í kvikmyndahús heimsins. Hereditary Annie Graham er módellistamaður sem syrgir látna móður sína sárt. Veistu svarið? Það eru liðin nokkuð mörg ár síðan Gabriel Byrne lék síðast í bíómynd sem rataði í íslensk kvikmyndahús en hann fagnar 40 ára leikferilsafmæli sínu í ár og hefur glatt aðdáendur sína mikið með frammistöðu sinni í Hereditary . En frá hvaða landi er Gabriel? Hrollvekja Punktar .................................................... Aðalhlutverk: Toni Collette, Alex Wolff, Milly Shapiro, Gabriel Byrne og Ann Dowd Leikstjórn: Ari Aster Bíó: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Akureyri og Keflavík, Bíóhúsið Selfossi og Ísafjarðarbío Frumsýnd 18. júlí HHHHH - Empire HHHHH - Telegraph HHHHH - L.A. Times HHHHH - RogerEbert.com HHHHH - Chicago Sun-Times HHHHH - Guardian HHHHH - Total Film HHHHH - IGN HHHH 1/2 - Variety HHHH 1/2 - Screen HHHH 1/2 - R. Stone HHHH 1/2 - Total Film HHHH 1/2 - Time HHHH - N.Y. Times HHHH - Vanity Fair HHHH - IndieWire HHHH - TheWrap

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=