Myndir Mánaðarins, júlí 2018- Bíó

18 Myndir mánaðarins Ant-Man and the Wasp Stærðin skiptir máli Aðalhlutverk: Paul Rudd, Evangeline Lilly, Walton Goggins, Michael Douglas, Hannah John-Kamen, Judy Greer, Michelle Pfeiffer, Michael Peña og Laurence Fishburne Leikstjórn: Peyton Reed Bíó: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Laugarásbíó, Bíóhúsið Selfossi, Ísafjarðarbíó, Eyjabíó, Bíóhöllin Akranesi, Króksbíó og Skjaldborgarbíó 108 mín Batman Returns. Frumsýnd 4. júlí l Leikstjóri myndarinnar er sá sami og síðast, Peyton Reed, en hann gerði m.a. einnig myndirnar The Break-Up , Yes, Man og Bring it On . l Þótt sagan í Ant-Man and the Wasp hafi ekki verið gerð opinber er þó ljóst að þau Scott og Hope munu eiga í höggi við Drauginn eða Ghost sem leikin er af Hönnuh John-Kamen, en eins og lesendur myndasögublaðanna vita þá var hann (eða hún) einn af höfuð- óvinum Iron Man og hefur ekki áður átt í höggi við Ant-Man. l Eins og í fyrri Marvel-myndum kemur hinn rúmlega níræði en alltaf hressi Stan Lee fram í feluhlutverki í Ant-Man and the Wasp . Ant-Man and theWasp gerist um tveimur árumeftir atburðina í Captain America: Civil War og segir frá því þegar uppfinn- ingamaðurinn Hank Pym felur Scott Lang nýtt verkefni sem snýst um að grafa upp hættulegt leyndarmál úr fortíðinni. Og í þetta sinn þarf Scott ekki að glíma við vandann einn heldur nýtur hann aðstoðar dóttur Hanks, Hope, öðru nafni TheWasp. Það bíða sjálfsagt margir eftir mynd númer tvö ummauramanninn en sú fyrri sló hressilega í gegn sumarið 2015, ekki síst vegna þess að hún innihélt mikinn húmor og dálítið önnur efnistök en fólk var vant úr fyrri Marvel-myndum. Ekkert fer á milli mála, a.m.k. þegar stiklurnar úr nýju myndinni eru skoðaðar, að í henni verður lögð jafnvel enn meiri áhersla á grínið, enda eru stiklurnar bráðfyndnar þótt auðvitað sé líka stutt í hasarinn og baráttuna fyrir því að hið illa nái ekki að sigra. Eins og áður, þegar um Marvel-mynd er að ræða, hefur söguþræðinum í Ant-Man and the Wasp verið haldið leyndum en það má þó nokkurn veginn bóka að myndin verður hreinræktuð toppskemmtun fyrir alla unnendur ofurhetjumynda ... Þau Hope van Dyne og Scott Lang (Evangeline Lilly og Paul Rudd) eru óstöðvandi þegar þau eru komin í búningana sem breyta þeim í TheWasp og Ant-Man og gæða þau ofurkröftum og ofurhæfileikum. Eins og allir vita getur Ant-Man smækkað sig niður í skordýra- stærð en hann getur líka stækkað sig þegar á þarf að halda. Ant-Man and the Wasp Dr. Hank Pym, sem Michael Douglas leikur hér á ný, en hann er sá sem fann upp tæknina á bak við búninga Ant-Man og The Wasp. Veistu svarið? Michelle Pfeiffer leikur móður Hope (eða The Wasp) í Ant-Man and the Wasp og er þetta um leið í annað sinn sem hún leikur í mynd um ofurhetjur. Hver var sú fyrri? Ævintýri / Ofurhetjur Punktar ....................................................

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=