Myndir Mánaðarins, júlí 2018- Bíó

16 Myndir mánaðarins Grínglæpamyndin The Happytime Murders gerist í veröld þar sem brúður eins og þær sem við þekkjum sem prúðu- leikarana en urðu fyrst vinsælar í þáttum eins og Sesame Street , eru í raun sprelllifandi borgarar. Myndin er gerð af Brian Henson, syni upphafsmanns prúðuleikaranna, Jims Henson, og segir frá því þegar lögreglukonunni Connie Edwards er falið að rannsaka morð á brúðu sem er bróðir fyrrverandi lögreglufélaga hennar, Philip Phillips, en Philip þessi hafði verið rekinn með skömm úr lögreglunni vegna ósiðlegs athæfis og gerðist þá einkaspæjari í staðinn. Connie ákveður samt að leita liðsinnis hans og þegar í ljós kemur að morðið á bróður hans var bara forsmekkurinn að þeirri morðöldu sem fer í gang fá þau meira en nóg að gera. Myndin verður frumsýnd seinni hlutann í ágúst. Níunda og síðasta myndin sem við kynnum hér af þeim myndum sem frumsýndar verða í ágúst heitir því örstutta nafni Kin . Hún flokkast sem hasar og vísindaskáldsaga og er eftir bræðurna Jonathan og Josh Baker og um leið þeirra fyrsta mynd í fullri lengd. Að baki eiga þeir nokkrar stuttmyndir, þar á meðal myndina Bag Man , en Kin er einmitt byggð á þeirri hugmynd sem þar kom fram. Við förum ekki nánar út í söguþráðinn hér, geymum það til næsta blaðs, en með aðalhlutverkin fara þau þrjú sem eru á myndinni hér fyrir neðan, Zoë Kravitz, Jack Reynor og Myles Truitt og í öðrum veigamiklum hlutverkum eru þau James Franco, Carrie Coon og Dennis Quaid. Sjáið stikluna! Bíómyndin Alpha er væntanleg í bíóhúsin undir lok ágúst, en hún er eftir leikstjórann Albert Hughes, annan Hughes-bræðranna sem gerðu t.d. myndirnar Menace II Society , Dead Presidents , From Hell og The Book of Eli . Myndin gerist fyrir 20 þúsund árum, þ.e. undir lok síðustu ísaldar, einhvers staðar á meginlandi Evrópu og segir frá ungum dreng, Keda, sem eftir misheppnaða veiðiferð með föður sínum verður viðskila við hann og aðra veiðifélaga þeirra. Hann neyðist því til að sjá um sig sjálfur þangað til honum tekst að finna fólkið sitt aftur eða það finnur hann. Dag einn gengur hann fram á illa særðan úlf sem undir venjulegum kringumstæðum væri einn af hans verstu óvinum en getur nú litla sem enga björg sér veitt. Keda ákveður að taka hann með sér í hellinn sem hann hefur fundið og gerir í framhaldinu sitt besta til að bæði fæða úlfinn og hjúkra honum. Smám saman fer úlfurinn að treysta bjargvætti sínum betur og betur uns á milli þeirra myndast órjúfanleg vinátta sem á í raun eftir að breyta mannkyninu því þetta er í fyrsta sinn sem maður og úlfur mynda á milli sín slíkt traust. Með hlutverk Keda fer Kodi Smit-McPhee og eins og margir vita þegar er það Jóhannes Haukur Jóhannesson sem leikur föður hans, Tau. Væntanlegt í ágúst Melissa McCarthy leikur lögreglukonuna Connie Edwards sem fær fyrrverandi lögreglubrúðuna og nú einkaspæjarann Philip Phillips í lið með sér þegar einhver, eða einhverjir, byrja að myrða brúður eins og hann í massavís. Alpha segir af fyrsta manninum sem vingaðist við úlf, en frá þeim er allt hundakynið komið.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=