Myndir Mánaðarins, júlí 2018- Bíó

14 Myndir mánaðarins Disney-myndin Christopher Robin verður frumsýnd um miðjan ágúst og það má alveg bóka að hún eigi eftir að njóta vinsælda. Myndin er hluti þeirrar kvikmyndaseríu semDisney-fyrirtækið hleypti af stokkunum fyrir nokkrum árumog hefur getið af sér myndir eins og Malificent , Cinde- rella , Jungle Book og núna síðast, Beauty and the Beast . Sá er þó munurinn að sagan í þessari mynd er ekki byggð á eldri teiknimynd eins og þær fyrri voru heldur er hér umað ræða nýja sögu sem hefur ekki verið sögð áður. Christopher Robin er nú orðinn fullorðinn og býr í London. Hann er svo gott sem búinn að gleyma æskuævintýrum sínum með Bangsímon og félögum í Hundraðekruskógi þegar hann hittir Bangsímon óvænt á ný í garði einum í borginni. Upp úr því hefst nýtt ævintýri í lífi þeirra beggja. Tryllir ágústmánaðar verður myndin Slender Man eftir leikstjórann Sylvain White sem gerði myndina Loosers árið 2010. Handritið er skrifað af David Birke sem skrifaði m.a. handritið að hinni margverðlaunuðu mynd Elle og er sagan byggð á karakter sem kom fyrst fram á sjónarsviðið á netinu árið 2009 og er hugarfóstur Erics Knudsen sem kallar sig reyndar höfundarnafninu Victor Surge. Karakt- erinn hefur getið af sér ýmsar afurðir á undanförnum árum, þ. ám. tölvuleiki, smásögur og stuttmyndir og vakið svo mikla athygli að það var bara tímaspursmál hvenær fyrsta alvöru bíómyndin um hann yrði gerð. Hún verður frumsýnd 24. ágúst. Kíkið á stikluna ef þið þorið. Við skrifuðum dálítið um stiklu myndarinnar Mile 22 í síðasta blaði enda full ástæða til því hún var með þeim allra bestu sem frumsýndar voru í maí. Þann 17. ágúst kemur þessi mynd svo í bíó og við hér á Myndummánaðarins þorum alveg að fullyrða að hún á eftir að afla sér þess orðspors að vera ein af myndum ársins í hasarmyndaflokknum. Myndin er gerð af Peter Berg og segir frá sérsveitarmann- inum James Silva (Mark Wahlberg) sem fær það erfiða og vandasama verkefni að smygla asískum lögreglumanni úr landi sínu, en sá hafði leitað til bandaríska sendiráðsins um vernd þar sem hann bjó yfir upplýsingum sem aflað höfðu honum dauðadóms hjá eigin stjórnvöldum og tengjast eiturvopnaframleiðslu. Verkefnið virðist nánast óframkvæmanlegt því sendiráðið er umkringt þungvopnuðum mönnum sem hefur verið fyrirskipað að drepa flóttamanninn um leið og hann reynir að yfirgefa sendiráðið. En James leggur samt í hann. Mile 22 er fjórða myndin eftir Peter Berg sem Mark Wahlberg leikur aðalhlutverkið í en þeir eru einnig aðalframleiðendur hennar ásamt Stephen Levinson sem m.a. framleiddi Entourage - og Boardwalk Empire -þættina. Þess má geta að þegar hefur verið ákveðið að gera aðra mynd um James Silva, en hlutverk hans var skrifað sérstaklegameðMarkWahlberg í huga og eftir hans höfði. Væntanlegt í ágúst Ewan McGregor leikur Christopher Robin, son Alans Alexander Milne sem skrifaði sögurnar um Bangsímon, en í þeim var Christopher fyrirmyndin að hinum mann- lega besta vini Bangsímons enda voru þeir alnafnar – og perluvinir í alvörunni. Mark Wahlberg leikur sérsveitarmanninn James Silva sem tekst á hendur nánast óleysanlegt verkefni. Asíski flóttamaðurinn sem James þarf að smygla úr landi er leikinn af bardagalistamanninum Iko Uwais.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=