Myndir Mánaðarins, júlí 2018- Bíó

12 Myndir mánaðarins Ágúst verður flottur bíómánuður og fjölbreyttur en á dagskrá mánaðarins eru þrettán myndir úr öllum áttum og hér rennum við lauslega yfir níu þeirra. Um þær og hinar myndir mánaðarins munum við að sjálfsögðu fjalla betur í næsta blaði, ágústblaðinu. Sjötta Mission Impossible -myndin, Fallout , verður frumsýnd strax 1. ágúst og því er lofað að Ethan Hunt og félagar hafi sjaldan séð það svartara en í henni. Inngangur sögunnar er á þá leið að aðgerð sem þau eiga að framkvæma fer úrskeiðis með þeim afleiðingum annars vegar að heiminum stafar stórhætta af og hins vegar að Ethan er ekki treyst lengur fyrir verkefnum. Við þá stöðu getur hann auðvitað ekki unað og í gang fer æsilegt kapphlaup við tímann þegar Ethan gerir djarfa áætlun um að ljúka verkinu sem misfórst áður en það verður of seint og um leið að hreinsa nafn sitt af ásökunum um að hafa á einhvern hátt brugðist sínumskyldum. Myndin inniheldurmilljón áhættuatriði. Áhugafólk um kvikmyndir sem einnig kann að meta hákarla í yfirstærð fær óskir sínar upp- fylltar þann 8. ágúst þegar stærsti hákarl kvik- myndasögunnar fer á kreik, staðráðinn í að éta allt sem hann kemur auga á og hreyfist eins og matur. Eins og sjá má á plakatinu hér til vinstri eru það engar ýkjur að segja hákarlinn stóran því hann er svo stór að risahákarlinn sem gæddi sér á Robert Shaw og nokkrum óheppnum aukaleikurum í Jaws á sínum tíma er eins og skor- dýr í samanburðinum. Reyndar kemur í ljós að hér er ekki um neina venjulega hákarlategund að ræða sem hefur stækkað svona svakalega heldur forsögulegt kvikindi sem allir héldu að væri fyrir löngu útdautt og nefnist megalodon á fræðimáli, en það má þýða á íslensku sem „stórtönn“. Til að glíma við kvikindið og bjarga deginum dugar auðvitað ekkert annað en að fá Jason Statham í verkið, en hann leikur hér Jonas Taylor, aðalmanninn í teymi vísindamanna sem stunda neðansjávarrannsóknir í neðansjávarstöð undan ströndum Kína þar sem hákarlinn skýtur fyrst upp ugganum. Reyndar líst Jason ekkert á viðureignina í fyrstu en þegar líf félaga hans í rannsóknarstöðinni liggur við neyðist hann til að taka slaginn hvort semhonum líkar betur eða verr. Með aðalkvenhlutverk myndarinnar fer kínverska leikkonan Bingbing Li og í öðrum stórum hlut- verkum eru m.a. þau Ruby Rose, Rainn Wilson og enginn annar en okkar maður, Ólafur Darri Ólafsson. Vonandi endar hann ekki ámatseðlinum. Það er alltaf pláss fyrir gott grín og allt útlit fyrir að af því verði nóg í myndinni The Spy Who Dumped Me sem frumsýnd verð- ur í bíóhúsunum 8. ágúst. Hún er eftir leikstjórann og hand- ritshöfundinn Susönnu Fogel sem á eina bíómynd að baki, Life Partners , en hún var frumsýnd árið 2014 og þykir afar góð mynd í alla staði og mjög fyndin. The Spy Who Dumped Me segir frá vinkonunum Morgan og Audrey sem ákveða að fara til Evrópu og slaka á eftir að unnusti Audrey segir henni upp. En áður en þær leggja í hann komast þær að því í gegnum dularfulla en vinsamlega menn sem yfirheyra Audrey að unnustinn fyrrverandi er í raun njósnari. Audrey vissi auðvitað ekkert um það og hefur ekki hugmynd um hvar hann er niður- kominn. Hún verður því afar hissa þegar sá fyrrverandi dúkkar upp í íbúðinni hennar og það sem verra er, að hann skuli vera með leigumorðingja á hælunum. Þar með verður hún einnig skotmark leigumorðingjans og það er með naumindum að henni og Morgan takist að sleppa upp í flugvél og fara í hina fyrirhuguðu ferð til Evrópu. Vandamálið er að leigumorðingjar geta líka farið til Evrópu og áður en þær vinkonur ná að taka upp úr töskunum eiga þær fótum fjör að launa. Tekst þeim að snúa aðstæðunum sér í vil? Við fáum að vita það í ágúst. Væntanlegt í ágúst Tom Cruise leikur að sjálfsögðu Ethan Hunt á ný í Mission Impossible: Fallout og þau Simon Pegg, Rebecca Ferguson og Ving Rhames verða aldrei langt undan sem þau Benjamin„Benji“ Dunn, Ilsa Faust og Luther Stickell. Kate McKinnon og Mila Kunis leika vinkonurnar Morgan og Audrey sem flækjast óvart inn í alþjóðlegt samsæri Bingbing Li og Jason Statham. Þeim Audrey og Morgan líst auðvitað ekkert á að vera orðnar skotmörk leigumorðingja en hvað geta þær gert?

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=