Myndir Mánaðarins, júlí 2018- Bíó
11 Myndir mánaðarins Rosemary Vick (Debra Messing) sem kemst fljótlega að því aðMargot hafi ekki verið öll þar sem faðir hennar sá hana og að hún hafi verið flækt í sérkennileg mál og sennilega lifað tvöföldu lífi. Í framhaldinu ákveður David að brjótast inn í tölvu dóttur sinnar í leit að einhverju sem gæti leitt hann á spor hennar áður en það verður of seint því hvort sem hann hefur vitað allt um dóttur sína eða ekki er hann alveg 100% viss um að hún hefði aldrei látið sig hverfa af sjálfsdáðum. Einhver þriðji aðili þarna úti ber ábyrgðina á því. Searching þykir ákaflega frumleg saga og vel leikin mynd og hafa þeir gagnrýnendur sem skrifað hafa um hana gefið henni toppdóma, t.d. Peter Debruge hjá Variety sem gefur henni 9,5 í einkunn, Kate Erbland hjá IndieWire sem gefur henni 8,4 og Todd McCarthy hjá The Hollywood Reporter sem gefur henni 8,0 í einkunn. Það er samdóma álit þeirra allra að myndin sé ein óvæntasta ánægja ársins, þrælgóð glæpasaga semer skemmtilega sögð og býður upp á mikla spennu, margar fléttur og óvæntan endi. Searching fer í almenna dreifingu í september en þangað til geta áhugasamir auðvitað kynnt sér hana betur á netinu, t.d. skoðað stikluna sem þykir ekki síður frumleg en myndin sjálf. Tökum á næstu mynd Quentins Tarantino er nú að mestu lokið en eins og fram hefur komið gerist hún í ágúst 1969 og fjallar um leikara og staðgengil hans sem eru að reyna að skapa sér nafn í Hollywood, en þeir eru leiknir af Leonardo DiCaprio og Brad Pitt. Ljóst er að Sharon Tate kemur nokkuð við sögu, en Sharon, sem var eiginkona Romans Polanski, var myrt 9. ágúst 1969 af meðlimum Manson-klíkunnar svonefndu sem kennd er við Charles Manson. Sharon er leikin af Margot Robbie, en annars er svo lítið vitað um atburðarás sögunnar að það borgar sig ekkert að spá í það. Hitt er annað mál að til að leika í myndinni hefur Tarantino safnað vænum her þekktra nafna, bæði úr þeim stóra hópi sem hefur unnið með honum (oft) áður svo og nýjum. Fyrir utan þau þrjú sem hér hafa veriðnefnd, þ.e. LeonardoDiCaprio, BradPitt ogMargot Robbie, eru m.a. í leikhópnum þau Dakota Fanning, Al Pacino, Kurt Russell, Burt Reynolds, Tim Roth, Luke Perry, Michael Madsen, James Marsden, Zoë Bell og Scoot McNairy. Þess má svo geta að frumsýningardagur myndarinnar hefur verið ákveðinn 9. ágúst á næsta ári þegar ná- kvæmlega fimmtíu ár eru liðin frá því að Sharon Tate var myrt. James Gunn, leikstjóri og handritshöfundur Guardians of the Galaxy -myndanna tveggja sem gerðar hafa verið tilkynnti á dögunum á Twitter að hann hefði nú lokið við handritið að þriðju myndinni sem áætlanir standa til að verði frumsýnd sumarið 2020. Um leið hófust að sjálfsögðu umræður um hvernig sagan yrði og hvort hún gerðist fyrir eða eftir atburðina í Avenger: Infinity War . Spurningin er auðvitað gild eins og þeir vita sem séð hafa þámynd en að sjálfsögðu lét James engar frekari útlistanir fylgja enda eru þeir sem vinna við gerð Marvel-myndanna bundnir ströngum þagnareiði og mega lítið sem ekkert segja um þær nema hafa til þess formlegt leyfi. Slíkt leyfi virðist Tom Holland reyndar hafa fengið á dögunum þegar hann tilkynnti á sínum samfélagsmiðlum að næsta mynd um Spider-Man myndi ekki heita Home- coming 2 eins og flestir hafa kallað hana heldur Far From Home . Sú nafngift hefur líka vakið upp miklar umræður á meðal Marvel-aðdáenda sem eru í ljósi þess hvernig Infinity War lauk skiljanlega meira en lítið spenntir að fá að vita hvernig leysa á úr þeim „vandamálum“ köngulóarmannsins sem Thanos bjó til þar – sem um leið eru líka vandamál margra annarra sem tilheyra Marvel-heiminum. Við hér áMyndummánaðarins höfumauðvitað ekki hugmynd um það frekar en aðrir og verðum bara að bíða. Þær eru orðnar ansi margar bíómyndirnar sem byggðar hafa verið á ævintýrinu um Hróa hött og félaga hans í Skírisskógi og nýlega var stiklan úr þeirri nýjustu gerð opinber en hana á að frumsýna í desember næstkomandi. Myndinni, sem heitir einfaldlega Robin Hood , er leikstýrt af Otto Bathurst og í þetta sinn er það Taron Egerton sem leikur kappann og þeir Jamie Foxx og Jamie Dornan leika tvo af tryggustu félögum hans, Litla-Jón og Vilhjálm skarlat. Sem fyrr snýst sagan um uppreisninagegn fógetanumí Nottingham, sem Ben Mendelsohn leikur, og ástarsögu þeirra Robins og Marian (Eve Hewson), en það sem skilur þessa mynd hins vegar frá öðrum sem gerðar hafa verið um Hróa eru bardagaatriðin, sérstaklega þau þar sem Hrói mundar bogann og örvarnar af óvenju miklu listfengi. Sýnishorn af þeim er að finna í áðurnefndri stiklu myndarinnar sem finna má á netinu og áhugafólk ætti tvímælalaust að kíkja á. Bíófréttir – Væntanlegt Once Upon a Time in Hollywood er fyrsta myndin sem Leonardo DiCaprio leikur í síðan hann lék í The Revenant og um leið önnur Tarantino-myndin á eftir Django Unchained sem hann er með í.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=