Myndir mánaðarins, júní 2018

30 Myndir mánaðarins Hefurðu séð þessar? Önnur bíómyndin um góðhjartaða, ljúfa en dálítið óheppna bangsann Padding- ton er snilldarverk eins og fyrri myndin og um leið alveg dásamleg skemmtun fyrir fólk á öllum aldri. Hér lendir hann í mikilli klemmu þegar óprúttinn þjófur stelur fágætri bók sem hann ætlaði að kaupa handa frænku sinni í afmælisgjöf. Brad’s Status er stórskemmtileg mynd eftir Mike White sem leikur sér hér með hugmynd sem flestir foreldrar kannast við, þ.e. að reyna að nota eigin reynslu til að forða börnum sínum frá því að gera sömu mistök og þeir gerðu sjálfir. En kannski eru það bara ein mistökin enn? Ben Stiller er frábær í aðalhlutverkinu. Eftir að hafa útskrifast hafa skólasyst- urnar og vinkonurnar sem skipuðu sönghópinn Bellurnar tvístrast og reyna nú að standa sig hver í sínu lagi á hinum almenna vinnumarkaði. Þær sakna þó allar gamla tímans og þegar þær fá óvænt tækifæri til að taka þátt í söng- keppni á Spáni slá þær að sjálfsögðu til. Aðfaranótt 19. júlí árið 1969, ók verðandi forsetaframbjóðandi demókrata, Edward Kennedy, fram af einbreiðri brú á Chappaquiddick-eyju með þeim afleið- ingum að ung kona sem var farþegi í bílnum, Mary Jo Kopechne, lét lífið. Málið vakti heimsathygli og í þessari ítarlegu toppmynd er farið í saumana á því. Gamanmyndin Father Figures skartar í aðalhlutverkum tveimur af skemmtileg- ustu gamanleikurum Bandaríkjanna, OwenWilson og Ed Helms, ásamt Glenn Close, J.K. Simmons, Ving Rhames og fótboltastjörnunni fyrrverandi en sívin- sælu, Terry Bradshaw, og fjallar um viðburðaríka leitbræðraað föðursínum. Den of Thieves er fyrsta mynd Christians Gudegast sem leikstjóra en hann skrif- aði líka bæði söguna og handritið. Hér er um hörkuskemmtilegan hasar að ræða sem komið hefur aðdáendum slíkra mynda verulega á óvart, enda inniheldur hún einnig afar góðar og óvæntar fléttur í bland við hasarinn. Hér er sögð sönn saga fyrstu hermanna- sveitarinnar sem send var til Afganistan eftir árásina á tvíburaturnana í New York 11. september 2001 en hún var aðeins skipuð tólf mönnum og fólst verkefni hennar í að aðstoða afganska sveit, undir stjórn herforingjans Abduls Rashid Dostum. Vel gerð og leikin toppmynd. The Post er nýjasta mynd Stevens Spielberg og um leið fyrsta myndin sem stórleikararnir Tom Hanks og Meryl Streep leika saman í. Hér segir frá því þegar blaðamenn The Washington Post komust yfir ríkistrúnaðarskjöl en sá leki átti eftir að valda gríðarlegum skjálfta í æðsta stjórnkerfi Bandaríkjanna. Aðdáendur Avengers -myndanna og ofur- hetjumynda yfirleitt eru flestir sammála um að Thor: Ragnarök sé ein fyndnasta ofurhetjumyndin hingað til þótt enginn afsláttur sé gefinn af hasarnum og við- burðaríkri sögu. Hér lenda Þór og nokkrir félagar hans í heljarinnar átök- um þar sem örlög Ásgarðs eru undir. The Last Jedi er eins og allir vita áttundi kafli Star Wars -ævintýrsins og hefst nokkurn veginn þar sem síðasta kafli, The Force Awakens , endaði. Atburðarásin er að mörgu leyti óvænt og inniheldur fléttur sem ekki einu sinni hörðustu Star Wars -aðdáendur áttu von á og því meg- um við ekki segja neitt meira um það. The Disaster Artist er frábær mynd sem hefur hlotið fjölda viðurkenninga, var t.d. tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hand- ritið og James Franco hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir besta leik í aðal- hlutverki karla. Ein af þessum myndum sem allir hafa gaman af og enginn kvik- myndaunnandi má láta fram hjá sér fara. Innbrotið í Watergate-bygginguna í júní 1972 hefði sennilega ekki leitt til afsagn- ar Nixons forseta Bandaríkjanna ef FBI- maðurinn Mark Felt hefði ekki ákveðið að gerast leynilegur uppljóstrari blaða- mannanna Bobs Woodward og Carls Bernstein hjá Washington Post. Hér er fjallað ítarlega um hans þátt í málinu. The House segir frá hjónunum Scott og Kate Johansen sem verða alveg miður sín þegar villa í heimilisbókhaldinu leiðir í ljós að þau eiga ekki fyrir háskólanámi dóttur sinnar. Til að bjarga málunum með hraði ákveða þau hjón að starta spilavíti í húsi sínu þrátt fyrir að viðurlög við því gætu kostað þau 20 ár í fangelsi! Þegar þau Spencer, Bethany, Fridge og Martha eru látin sitja eftir í skólanum rekast þau á gamla leikjatölvu í kjall- aranum og leik sem þau hafa aldrei heyrt minnst á áður, Jumanji . Þau ákveða að prófa að spila – og sogast bókstaflega inn í leikinn. Stórskemmtilegt ævintýri og grín fyrir alla með frábærum leikurum. Sannsöguleg mynd um skíðadrottn- inguna fyrrverandiMollyBloomsemeftir að hafa starfað við rekstur ólöglegs pókerklúbbs í Los Angeles ákvað að stofna sitt eigið spilavíti þar sem gríðarlegar upphæðir voru í húfi og spennan var mikil. Frábærlega vel leikin og skrifuð mynd eftir Aaron Sorkin. Þegar hinir farfuglarnir fljúga suður á bóginn kemst Lói ekki með því hann er ekki orðinn fleygur. Það liggur því fyrir honum að lifa veturinn af upp á eigin spýtur, ekki bara kuldann og harðbýlið heldur þarf hann að gæta þess að lenda ekki í klóm þeirra sem vilja gæða sér á honum, þar á meðal fálkans Skugga. Michael er tryggingasölumaður semum tíu ára skeið hefur ferðast með sömu lestinni fram og til baka úr vinnu. Dag einn sest hjá honum ókunnug kona sem býður honum 75 þúsund dollara fyrir að leysa dularfullt verkefni. Michael lætur freistast, enda miklir peningar í boði, en á fljótlega eftir að iðrast þess innilega! Þeir sem vilja sjá skemmtilegar gaman- myndir ættu ekki að láta þessa perlu fram hjá sér fara en hún skartar í aðal- hlutverki Omari Sy sem sló í gegn í Intouchables . Hér leikur hann Samuel sem þarf heldur betur að taka sig á þegar barnsmóðir hans skilur barn þeirra eftir í hans höndum og stingur af. Frábær mynd eftir Jeff Nichols sem gerði m.a. gæðamyndirnar Mud , Take Shelter og Midnight Special . Þetta er hin sanna saga af því hvernig ást tveggja einstaklinga felldi úr gildi lög Virginíu- ríkis árið 1967 sem bönnuðu hjóna- bönd hvítra og svartra. Joel Edgerton og Ruth Negga í aðalhlutverkum. Fjölskyldumynd Sannsögulegt Gaman/tónlist Hasar/spenna Ævintýri Gamanmynd Spenna/hasar Fjölskyldumynd Sannsögulegt Gamandrama Sannsögulegt Sannsögulegt Gamanmynd StarWars Sannsögulegt Sannsögulegt Ævintýri/ofurhetjur Gamanmynd Sannsögulegt Lói: Þú flýgur aldrei einn Pitch Perfect 3 Molly’s Game Den of Thieves The Commuter Father Figures The Post Brad’s Status Jumanji: Welcome to the Jungle Chappaquiddick 12 Strong House Two is a Family Thor: Ragnarok Star Wars: The Last Jedi The Disaster Artist Mark Felt: The ManWho ... Loving Paddington 2 Komnar út og fáanlegar á sjónvarpsleigunum The Greatest Showman sækir innblást- urinn í líf hins stórmerka frumkvöðuls, heimspekings, rithöfundar og gleðigjafa P.T. Barnum, en hann stofnaði m.a. fjölleikahús sem naut mikilla vinsælda á austurströnd Bandaríkjanna og víðar um miðbik 19. aldar. Hugh Jackman, Zac Efronogfleiritoppleikarar faraákostum. Teiknimyndin um stóra, sterka en góðhjartaðanautiðFerdinander fráþeim sömu og gerðu Ísaldar - og Rio -myndirnar og hefst þegar Ferdinand er bara lítill kálfur. Þegar örlögin haga því svo að Ferdinand er fyrir misskilning sendur til Madridar til að berjast þarf hann að finna leiðina heimáður en það er orðið of seint. Teiknimynd Sannsögulegt/tónlist The Greatest Showman Ferdinand

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=