Myndir mánaðarins, maí 2018 - Leigan
27 Myndir mánaðarins Þann 15. ágúst 2015 unnu fimm menn mikla hetjudáð þegar þeim tókst að stöðva hryðjuverkamann um borð í hraðlestinni á milli Amsterdam og Parísar áður en honum tókst að láta til skarar skríða. Þessi mynd er umþann æsispennandi atburð og leika þrír af þessummönnum sjálfa sig í henni. Hraðlestin frá Amsterdam til Parísar var nýkomin yfir landamærin þegar hinn marokkóski Ayoub El Khazzani hugðist láta til skarar skríða, vopnaður sjálfvirkum AKM-árásarriffli, níu skothylkjum með samtals 270 skotum, 9 millimetra Luger- skammbyssu, bensínsprengju og dúkahníf. Sá fyrsti til að átta sig á hvað væri yfirvofandi var 28 ára Frakki, en nafn hans hefur aldrei verið gefið upp. Hann féll í gólfið í átökunum við Khazzani og var úr leik. Þá stökk á hann annar Frakki af bandarískum ættum, Mark Moogalian, og reyndi að ná af honum rifflinum en Khazzani náði að skjóta hann í hálsinn með skammbyssunni. Og rétt í þann mund sem Khazzani ætlaði að beita riffl- inum hentu þeir Alek Skarlatos, Spencer Stone og Anthony Sadler sér á hann .... Sönn saga um sannar hetjur Þeir Alek Skarlatos, Spencer Stone og Anthony Sadler leika sjálfa sig í myndinni sem er einnig byggð á frásögn þeirra af atburðinum. 21. maí 94 mín Aðalhl.: Anthony Sadler, Alek Skarlatos og Spencer Stone Leikstjórn: Clint Eastwood Útg.: Síminn og Vodafone VOD Sönn saga The 15:17 to Paris – Call Me By Your Name Punktar ...................................... HHHHH - The Globe andMail HHHH - The NewYork Times l Þeir Alek, Spencer og Anthony skrá- settu sögu sína þegar til Bandaríkjanna var komið og það er eftir henni sem Dorothy Blyskal skrifaði handritið. Clint Eastwood tók síðan að sér leikstjórnina og kom með þá hugmynd að fá þá félaga til að leika sjálfa sig í henni. 24. maí 132 mín Aðalhl.: Armie Hammer, Timothée Chalamet og Michael Stuhlbarg Leikstj.: Luca Guadagnino Útg.: Sena VOD Drama / Rómantík Elio Perlman er sautján ára piltur sem býr í átjándu-aldar villu á Norður- Ítalíu ásamt vel stæðum foreldrum sínum og eyðir tímanum í tónlistar- og bókmenntanám á milli þess sem hann skemmtir sér með bestu vinkonu sinni, Marziu. Þegar aðstoðarmaður föður hans, Oliver, kemur til nokkurra vikna dvalar í villunni á heimsókn hans eftir að breyta lífi Elios til framtíðar. Call Me by Your Name, sem er byggð á samnefndri verðlaunasögu bandaríska rit- höfundarins Andrés Aciman, er einstök kvikmyndaperla, fyndin, ljúf og svo áhrifa- rík að bæði sagan sjálf og persónur hennar munu lifa með áhorfendum í mörg ár. Upplifðu augnablikið Armie Hammer og Timothée Chal- amet sýna snilldarleik í myndinni. Punktar ............................................................................................ l C all Me by Your Name hefur hlotið fimm stjörnu dóma hjá flestum gagnrýnend- unum á Metacritic og er þar með 9,3 í meðaleinkunn sem er einstakur árangur. Þeir Armie Hammer og Timothée Chalamet voru báðir tilnefndir til Golden Globe- verðlaunanna fyrir leik sinn í myndinni og hún sjálf sem besta mynd ársins eins og á Óskarsverðlaunahátíðinni þar semTimothée var líka tilnefndur fyrir leik sinn. Svo fór að myndin landaði Óskarsverðlaununum fyrir handritið en það er eftir James Ivory sem um leið varð elsti maður til að hljóta Óskars- verðlaun en hann verður níræður í júní. HHHHH - Variety HHHHH - R. Stone HHHHH - Indiewire HHHHH - R. Ebert HHHHH - L.A. Times HHHHH - Empire HHHHH - Guardian HHHHH - Telegraph HHHHH - Screen HHHHH - Time Out HHHHH - Total Film HHHHH - Slate
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=