Myndir mánaðarins, maí 2018 - Leigan

20 Myndir mánaðarins Johnny Frank Garrett’s Last Word – Chappaquiddick 11. maí 95 mín Aðalhl.: Sean Patrick Flanery, Erin Cummings og Mike Doyle Leikstjórn: Simon Rumley Útgef.: Myndform VOD Hrollur / Glæpasaga Þessi mynd er að hluta til byggð á sönnum atburðum sem gerðust eftir að nunna að nafni Tadea Benz var myrt á hrottalegan hátt árið 1981 í bænum Amarillo í Texas. Mikill múgæsingur myndaðist eftir morðið og svo fór að ungurmaður var dæmdur til dauða fyrir þaðþótt sekt hans væri ekki sönnuð. Tíu ár liðu frá því að Johnny Frank Garrett var dæmdur til dauða þar til dauðadóm- inum var framfylgt. Allan þann tíma reyndi Johnny að fá dóminum hnekkt en allt kom fyrir ekki og svo fór að lokum að hann var tekinn af lífi með eitursprautu. Hans síðustu orð voru að lýsa yfir sakleysi sínu og að hann myndi snúa aftur og hefna sín á þeim sem sakfelldu hann. Og það stóð heima að skömmu eftir aftök- una byrjuðu kviðdómendur og fleiri sem tengdust málinu að týna tölunni einn af öðrum, oft á hinn furðulegasta hátt og við hinar furðulegustu aðstæður ... Þess má geta að heimildarmyndin The Last Word eftir Jesse Quackenbush sem var frumsýnd 2008 fjallar um þetta sama mál og um það má lesa nánar á netinu. Auga fyrir auga, dómur fyrir dóm Eftir að hinn 18 ára gamli Johnny Frank Garrett er dæmdur til dauða fyrir morð sem hann framdi ekki heitir hann því að hefna sín grimmilega á þeim sem sakfelldu hann. 11. maí 106 mín Aðalhlutv.: Jason Clarke, Ed Helms, Jim Gaffigan, Kate Mara og Bruce Dern Leikstjórn: John Curran Útgefandi: Myndform VOD Sannsögulegt Skömmu eftir miðnætti, aðfaranótt 19. júlí árið 1969, ók þingmaður Massa- chusetts og verðandi forsetaframbjóðandi demókrata, Edward Kennedy, framaf einbreiðri brú á Chappaquiddick-eyjumeð þeimafleiðingumað ung kona sem var farþegi í bílnum, Mary Jo Kopechne, lét lífið. Sjálfur komst Edward út úr bílnum en stakk af og lét ekki vita af slysinu næstu tíu tímana. Chappaquiddick-slysið hefur frá upphafi verið sveipað leyndarhjúp og þeir eru margir sem telja að í raun hafi aldrei verið sýnt fram á hvað gerðist í raun og veru. Edwardneitaði ætíð aðhafa veriðundir áhrifumeða hafa átt í „ósiðlegu“ sambandi við Mary (hann var kvæntur) en gat aldrei útskýrt af hverju hann stakk af í stað þess að hringja á lögreglu. Í þessari toppmynd er farið í saumana á þessu máli ... Hvað gerðist þessa nótt? Jason Clarke leikur Edward Kennedy og þykir sérlega trúverðugur í hlutverkinu. Punktar ............................................................................................ l Í myndinni, sem er byggð bæði á málsskjölum og fjölda heimilda, er einnig skyggnst á bak við tjöldin í lífi Edwards og Kennedy- fjölskyldunnar bæði fyrir og eftir slysið, en þessi atburður gerði út af við allar áætlanir um að hann yrði forsetaframbjóðandi demókrata eins og bræður hans, John og Robert, höfðu verið. l Málið vakti að vonum heims- athygli á sínum tíma og þá ekki síður rannsóknin á því en þeir voru og eru enn margir sem telja niðurstöðuna hafa verið falsaða. HHHH 1/2 - IndieWire HHHH 1/2 - Chicago Sun-Times HHHH - E. Weekly HHHH - The New York Times HHHH - Variety HHHH - The Guardian

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=