Myndir mánaðarins, maí 2018 - Leigan

14 Myndir mánaðarins 3. maí 91 mín Aðalhlutv.: Morgan Freeman, Tommy Lee Jones og Rene Russo Leikstjórn: Ron Shelton Útgefandi: Sena VOD Gamanmynd Duke Diver er aðalmaðurinn á heldrimannaheimili og er langbestur í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Það sem vistmenn vita ekki er að hann er í raun fyrrverandi lögmaður sem hefur verið dæmdur til dauða af mafíunni! Just Getting Started er lauflétt gamanmynd með þeim Morgan Freeman, Tommy Lee Jones og Rene Russo í aðalhlutverkum en einnig koma við sögu nokkrir aðrir leikarar ef eldri skólanum eins og Joe Pantoliano, Jane Seymour, Johnny Mathis (sem leikur sjálfan sig), GeorgeWallace, Elizabeth Ashley, Glenne Headly og fleiri þekkt andlit sem a.m.k. eldri kvikmyndaunnendur kannast áreiðanlega vel við. Dag einn mætir á heldrimannaheimilið gamall andstæðingur Dukes í réttar- sölunum, FBI-lögreglumaðurinn fyrrverandi Leo, sem á honum grátt að gjalda síðan í gamla daga. En þegar í ljós kemur að mafían er búin að uppgötva hvar Duke hefur falið sig neyðast þeir félagar til að snúa bökum saman í vörninni ... Vinir í laumi Morgan Freeman leikur Duke Diver og Tommy Lee Jones leikur lögreglumanninn fyrrverandi, Leo. Punktar ............................................................................................ l Leikstjóri og handritshöf- undur myndarinnar, Ron Shel- ton, á m.a. að baki myndirnar Bull Durham , White Men Can't Jump , Cobb , Tin Cup og Hollywood Homicide , en Just Getting Started er fyrsta bíómynd hans í fimmtán ár. l Just Getting Started varð síðasta mynd Glenne Headly sem lést í júní á síðasta ári. l Þetta er í fyrsta sinn sem MorganFreemanogTommyLee Jones leika saman í bíómynd. Just Getting Started Ansel Elgort var í New York 21. apríl til að vera viðstaddur frumsýningu á nýjustu mynd sinni, Jonathan , og lét sig ekki muna um að stilla sér upp með nokkrum aðdáendum í leiðinni. Á sama tíma var Jennifer Garner stödd í ónefnd- um almenningsgarði í Los Angeles. Því miður fylgdi ekki sögunni hvað hún var að gera og því síður hvað hún vildi með allt þetta dót. Ed Sheeran var hins vegar staddur á Englandi 21. apríl, nánar tiltekið í Ipswich þar sem hann horfði ásamt unnustunni á Birki Bjarnason og félaga í Aston Villa valta yfir liðið sitt, 0-4.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=