Myndir mánaðarins, apríl 2018 - Leigan

8 Myndir mánaðarins Það er gott að skapa sér nafn og vera mikilvægur. En það er enn betra að vera góðhjartaður. Þetta sagði einn vinur minn við mig þegar við vorum 15 ára og einhvern veginn varð þetta að ákveðnum áttavita í mínu lífi. - Dwayne Johnson. Michael Haneke, ég elska allar hans myndir. Geturðu ekki komið þeim skilaboðum til hans? - Karen Gillan, spurð hvaða leik- stjóra hún myndi helst vilja vinna með ef hún mætti ráða. Ég man það ekki. Mig minnir að það hafi verið vegna þess að mér leist ekkert á að vera fjögur ár á Nýja-Sjálandi. - Christopher Plummer, spurður að því hvers vegna hann hafnaði hlutverki Gandalfs á sínum tíma. Mér finnst óþægilegt að tala um leiklist. Fyrir mér er leiklistin svo persónuleg reynsla að þegar ég tala um hana finnst mér eins og ég sé að tala um persónuleg mál- efni. Mér finnst óþægilegt að tala opinberlega ummín persónulegu málefni og þess vegna finnst mér óþægilegt að tala um leiklist. - Michelle Williams . Veistu, ég bara vil ekki vera með svona tæki ámér semhefur engan tilgang annan en að trufla mann. - Vince Vaughn, sem á ekki farsíma. Hmmm ... ætli minn mesti kostur sé ekki að ég hef úthald. Ég gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana og ég hef aldrei tekið að mér verkefni sem ég hef ekki lokið við. - Lupita Nyong'o , spurð um sinn helsta kost að eigin mati. Ég hef aldrei litið á það semég geri og hef gert sem list. Mér finnst bara gaman að gera þessa hluti og er í raun bara að skemmta mér. Svo vona ég að aðrir geti skemmt sér yfir því líka. Hvort þetta sé list læt ég aðra um að ákveða fyrir sig. - Frank Oz, sem talar fyrir Yoda og talaði líka t.d. fyrir prúðuleikarana Svínku, Fossa björn, Dýra og Grover auk þess að leikstýra myndum eins og Death at a Funeral, Bowfinger, Dirty Rotten Scoundrels og Little Shop of Horrors. Tækifærin eru alls staðar en árang- urinn kemur ekki strax. Hann kem- ur smám saman ... safnast upp. - Vera Farmiga. Ég efast um að til sé starf sem býður upp á jafnmikla eftirsjá og starf leikarans. Eftir því sem starfsævin lengist hrúgast upp svona „ef ég hefði bara“- hugsanir sem geta orðið niðurdrepandi. Þess vegna reynir maður að horfa fram á við en helst ekki í bak- sýnisspegilinn. Hann skilar engu. - Elizabeth McGovern. Það sem hélt mér við efnið var að mér fannst gaman reyna að setja nýtt met á hverjum degi. Ég skráði niður allan minn árangur og fékk síðan mikið út úr því að bæta hann. Svo bara gat ég ekki hætt. - John Cena, spurður út í upphafsár sín í líkamsræktinni . Það sem skiptir öllu máli til að brandari verði fyndinn er að í honum séu nokkur sannleikskorn sem fólk þekkir af eigin reynslu. - Michael Peña, sem á það til að koma fram sem uppistandsgrínisti. Sá sem fer og vinnur með Jerry Bruckheimer má vera alveg viss um eitt: Maturinn verður góður. - William Fichtner . Menntaða svarið við þessari spurningu er leikur Daniels Day- Lewis í In the Name of the Father . Það var hreinasta opinberun fyrir mig. Upphaflega svarið er hins vegar lokaatriðið í myndinni Life With Mickey . Ég fylltist óendan- legri þrá að komast í spor stelp- unnar sem söng lokalagið. - Anna Kendrick, spurð hvað hefði haft mest áhrif á að hún ákvað að leggja leiklistina fyrir sig. Ég þekki ekki strögglið. Ég útskrif- aðist úr Julliard á föstudegi og á mánudegi var ég mættur í vinnu við að leika á móti Kevin Kline í Ríkharði þriðja eftir Shakespeare. Ég hef aldrei orðið atvinnulaus. - Ving Rhames . Já, já, marga. Uppáhaldið mitt er hnífurinn úr Fatal Attraction . Hann hangir uppi á vegg í eldhúsinu mínu og ég nota hann stundum til að hræða gesti. - Glenn Close, spurð hvort hún eigi minjagripi úr myndum sínum . Það er ágætt að vera virt og þekkt. En það er ekki mikilvægt. - Natalie Portman, um frægðina .

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=