Myndir mánaðarins, apríl 2018 - Leigan

6 Myndir mánaðarins Vatnsberinn 20. jan. - 18. feb. Tvíburarnir 21. maí - 21. júní Vogin 23. sept. - 23. okt. Þú finnur fyrir vaxandi þrýstingi í hægri sköflungnum sem bendir til að þú þurfir að fá þér ný gleraugu. Mundu eftir að gera nokkur góð- verk á leiðinni heim aftur. Þú leggur saman tvo og tvo, bætir við fimm, margfaldar með sjö, dreg- ur þrjá frá og færð út sextíu og tvo enda hefurðu aldrei verið sleip(ur) í reikningi. Borðaðu meira af lifur. Það sést óvenjuskýrt í stjörnunum að þessu sinni hvað gerist í þínu lífi á næstunni en því miður er plássið hér of lítið til að fara yfir það allt. Það gengur vonandi betur næst. Þú ert sem fyrr spólandi í sömu förunum og síðast og þar síðast og þarft alveg nauðsynlega að fá lánað gúmmíteppi hjá einhverjum áður en það verður orðið of seint. Sporðdrekinn 24. okt. - 21. nóv. Bogmaðurinn 22. nóv. - 21. des. Apríl verður mjög rómantískur og ánægjulegur mánuður hjá öllum sem fæddir eru í steingeitinni og eiga heima í Tindafelli. Fáðu þér nýjar perur og sjáðu allt í nýju ljósi. Steingeitin 22. des. - 19. jan. Þeir sem eru að íhuga að snúa við blaðinuættu að hætta við það áður en illa fer. Lestu frekar aftur eitt- hvað sem þú hefur lesið áður, því þú hefur ábyggilega misskilið það. Krabbinn 22. júní - 22. júlí Þér líður dálítið eins og linsoðnu eggi og þá erum við að meina rauðuna eftir að hún er búin að sullast niður hjá einhverjum sem vissi ekki að eggið var linsoðið. Ljónið 23. júlí - 22. ágúst Það gerist ekki margt spennandi hjá þér á næstunni fyrir utan að ljósið í ísskápnum slokknar. Einhver sem þú þekkir ekki neitt vinnur nokkra tugi milljóna í lottóinu. Meyjan 23. ágúst - 22. sept. Allir sem fæddir eru í hrútsmerkinu eru sérlega lagnir við sútun, viss- irðu það? Taktu þátt í að telja niður dagana þar til nýja dún- og fiður- hreinsunin opnar aftur í október. Fiskarnir 19. feb. - 20. mars Þú tekur ákvörðun um að standa alveg hreyfingarlaus í a.m.k. fimm mínútur á hverjum degi á milli klukkan sex og sjö. Þetta á ekki eftir að skila þér einu né neinu. Hrúturinn 21. mars - 19. apríl Reyndu að taka því rólega fyrri hluta mánaðarins og sleppa öllum æsingi til tilbreytingar. Prófaðu til dæmis að safna hnakkaspiki svo lítið beri á, helst í tvær fellingar. Nautið 20. apríl - 20. maí Það er strekkingsvindur í kortunum hjá bogmönnum á næstunni, sér- staklega þeim sem búa nálægt göngum eða gaddavírsgirðingum. Hjá öðrum verður meira svona rok. Í apríl verða liðin tíu ár síðan þau Dwayne Johnson og Dany Garcia ákváðu að binda enda á hjónaband sitt eftir sautján ára samveru sem gat m.a. af sér dótturina Simone Alexöndru árið 2001, en ástæða skilnaðarins var að Dwayne varð ástfanginn af annarri konu, Lauren Hashian, sem hann hóf þegar sambúð með (og býr enn með). Ferill Dwaynes var þá kominn vel á veg og hafði hann nýlokið við að leika töffarann Agent 23 í myndinni Get Smart . Á þessum tímamótum ákvað Dany, sem hafði séð um viðskiptahliðina á ferli Dwaynes og hélt því áfram eftir skilnaðinn, að skella sér sjálf út í framleiðslubransann sem hún hafði fengið nasasjón af í gegnum vaxandi vinsældir Dwaynes og fékk fljótlega starf í framleiðsluteymi heimildarmynd- anna Theater of War og Racing Dreams og bíómyndarinnar Lovely, Still eftir Nicholas Fackler. Þessar myndir þóttu allar mjög góðar og til að gera langa sögu styttri fór svo að leiðir þeirra Dwaynes lágu enn og aftur saman árið 2011, þremur árum eftir skilnaðinn þegar Dany ákvað að framleiða myndina Snitch sem Dwayne lék aðalhlutverkið í. Samstarf þeirra gekkmjögvel ogeftir aðhafa lokið við samningsbundna framleiðslu á sjónvarpsseríunum Wake Up Call og Clash of the Corps varð Dany ein af aðalframleiðendum myndanna Baywatch og Jumanji: Welcome to the Jungle sem Dwayne lék aðalhlutverkin í eins og flestir vita. Og samstarfið hefur blómstrað enn frekar því Dany framleiðir og mun framleiða næstu myndir Dwaynes, t.d. Rampage (sem er einmitt frumsýnd núna í apríl), Big Trouble in Little China , Jumanji 2 , Skyscraper , Fighting with My Family og Red Notice , en þær eru allar væntanlegar í bíó innan þriggja ára. Það má því með sanni segja að þau Dwayne og Dani hafi fundið ástina á ný, bara á öðru sviði. Þess má geta að Dwayne og eiginmaður Dany í dag, Dave Rienzi, eru bestu vinir en Dave er einn af aðalaðstoðarmönnumhans. Það eru liðin átta ár síðan skoska leikkonan Karen Gillan skaust upp á stjörnuhimin breskra sjón- varpsþátta þegar hún birtist fyrst á skjám landsmanna sem Amy Pond í hinum vinsælu þáttum um tímaferðalanginn dr. Who. Karen, sem þá var 22 ára, var nánast óþekkt en henni hafði áður tekist að landa smáhlutverki í einum þættinum sem síðan leiddi til þess að hún kom til greina í aðal- hlutverkið þegar skipt var um aðalleikkonu árið 2009. Hún lék síðan Amy Pond í 36 þáttum og hefur síðan gert það gott í ýmsum myndum, þar á meðal sem Nebula í Guardian of the Galaxy - myndunum og núna síðast sem Martha í Jumanji: Welcome to the Jungle . Þess má geta að hún mun leika Nebulu á ný í næstu tveimur Avengers -myndum, InfinityWar og þeirri sem frumsýnd verður að ári en hefur ekki enn hlotið nafn. Þann 3. apríl eru liðin nákvæmlega 50 ár frá því að tvær af merkustu vísindaskáldsögum kvikmynda- sögunnar voru frumsýndar í bandarískum kvikmyndahúsum, þ.e. 2001: A Space Odyssey eftir Stanley Kubrick og Planet of the Apes eftir Franklin J. Schaffner. Báðar þóttu þessar myndir og þykja enn tímamótaverk, hvor á sínu sviði, ekki síst hvað varðar tæknibrellur og förðun enda hlaut sú fyrrnefnda Óskarsverðlaunin fyrir brellurnar og Apaplánetan sömu verðlaun fyrir förðun. Var það reyndar í fyrsta sinn sem Óskarinn var veittur í síðarnefnda flokknum. Myndirnar urðu líka á meðal vinsælustu mynda ársins í Bandaríkjunum og víðar, 2001: A Space Odyssey í fyrsta sæti og Apaplánetan í því níunda. Og fyrst við minnumst á það má nefna að hinar átta myndirnar á topp tíu-vinsældalistanum árið 1968, myndir sem eru fimmtugar á þessu ári, eru í réttri röð: Funny Girl , The Love Bug , The Odd Couple , Bullitt , Romeo and Juliet , Oliver! , Rosemary’s Baby og Night of the Living Dead, en tvær þær síðastnefndu má líka flokka sem tímamótaverk á sviði hrollvekja. Þann 4. apríl hefði Heath Ledger orðið 39 ára ef hann hefði lifað en tíu ár eru nú liðin frá dauða hans. Heath er enn eini leikarinn í sögunni sem hefur hlotið Óskars- verðlaunin eftir dauða sinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=