Myndir mánaðarins, apríl 2018 - Leigan

28 Myndir mánaðarins 27. apríl 102 mín Aðalhl.: Brady Jandreau, Tim Jandreau, Lilly Jandreau og Cat Clifford Leikstjórn: Chloé Zhao Útgefandi: Myndform VOD Sönn saga Framtíð og draumar Bradys Blackburn breytast algjörlega þegar hann fell- ur af baki í keppni og bæði höfuðkúpubrotnar og skaddast á heila. Eftir að hann kemst á fætur er honum ráðlagt að leggja þátttöku í keppnum á hill- una því að næsta fall gæti orðið hans bani. En Brady sættir sig ekki við það. The Rider er einstök kvikmynd sem er eins sönn og saga getur orðið því leikararnir í henni leika allir sjálfa sig og endurskapa um leið viðfangsefni myndarinnar, þ.e. slysið sem Brady lenti í og hvernig hann og fjölskylda hans tók á málunum. Út- koman er einhver áhrifamesta kvikmynd ársins 2017, mynd sem allir ættu að sjá. The Rider Sumum draumum getur maður ekki gleymt The Rider – Mói The Rider á erindi við alla sem unna góðri kvikmyndagerð, ekki síst þá sem teljast til dýra- og náttúruvina. Punktar ............................................................................................ l The Rider hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar og var tilnefnd til óháðu Spirit-verðlaunanna sem ein af fimm bestu sjálfstæðu myndum ársins 2017 auk þess semhún var tilnefnd fyrir einstaka leikstjórn Chloé Zhao, klippingu og kvikmyndatöku. l Myndin var sýnd á Alþjóðlegu kvikmynda- hátíðinni í Reykjavík, RIFF, síðastliðið haust og hlaut Gullna lundann sem besta mynd hátíðarinnar. Werner Herzog, sem var heið- ursgestur hátíðarinnar, sagði eftirfarandi umhana: „Einmitt þegar maður fer að halda að kvikmyndagerð sé að staðna kemur mynd á borð við þessa eins og þruma úr heiðskíru lofti. Það er mjög hvetjandi.“ HHHHH - Playlist HHHH 1/2 - IndieWire HHHH 1/2 - Hollyw. Reporter HHHH - Guardian HHHH - Variety HHHH - Screen International 27. apríl 89 mín Teiknimyndir með íslensku tali um Móa og félaga Útgefandi: Myndform VOD Barnaefni Þættirnir um Móa björn, sem elskar að ferðast um heiminn á hjólinu sínu ásamt besta vini sínum og heimsækja sögufræga staði, hafa verið sýndir að undanförnu á RÚV. Nú koma þeir einnig út á VOD- leigunum og hér eru þættir 9 til 16 í seríunni. Teiknimyndirnar um Móa og ferðalög hans eru byggðar á bók franska barnabókahöfundarins Marcs Boutavant, Umhverfis jörðina með Móa sem kom út árið 2009 og hefur allar götur síðan notið vinsælda. Efnið er fyrir börn á leikskólaaldri sem fylgja forvitna birninum Móa á ferðalögum um heiminn og læra um sögufræga staði, lönd og borgir, og alls konar hluti sem varða ekki hvað síst menningu og mismunandi siði landa og þjóða. Hver þáttur er 11mínútur að lengd. Mói Komdu með í ferðalög um heiminn

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=