Myndir mánaðarins, apríl 2018 - Leigan
23 Myndir mánaðarins Teiknimyndaþættirnir um Símon eru byggðir á metsölubókum Stephanie Blake sem hafa verið þýddar á yfir 20 tungumál og hafa þessir þættir notið mikilla vinsælda á sjónvarpsstöðvum víða um heim, þ. á m. á RÚV. Símon er eldhress kanínustrákur sem lætur sér fátt óviðkomandi og er óhræddur við að prófa og læra eitthvað nýtt. Um leið á hann það til að gera mistök en þótt hann sé svona lítill er hann með stórt hjarta og er ávallt fljótur að sjá muninn á röngu og réttu. Símon Átta þættir um fjallhressa kanínustrákinn Símon 20. apríl 85 mín Teiknimyndir um Símon kanínustrák og uppátæki hans á hverjum degi Útgefandi: Myndform VOD Barnaefni 20. apríl 118 mín Aðalhl.: Omar Sy, Clémence Poésy, Gloria Colston og Antoine Bertrand Leikstj.: Hugo Gélin Útg.: Myndform VOD Gamanmynd Samuel, sem hefur verið upptekinn af hinu ljúfa lífi á suðurströnd Frakk- lands, vaknar upp við vondan draum þegar hann uppgötvar að hann er orðinn faðir og þarf skyndilega að hugsa um einhvern annan en sjálfan sig. Þeir sem vilja sjá skemmtilegar gamanmyndir ættu ekki að láta þessa perlu fram hjá sér fara en hún skartar í aðalhlutverki Omari Sy sem sló svo eftirminnilega í gegn í Intouchables hér um árið. Hér leikur hann glaumgosann Samuel sem þarf heldur betur að snúa við blaðinu þegar barnsmóðir hans (Samuel hafði reyndar enga hugmynd um að kynni þeirra hefðu getið af sér barn) birtist skyndilega, skilur barnið eftir í hans höndum og stingur af. Og hvað gera nýbakaðir feður þá? Demain tout commence Vegir lífsins eru órannsakanlegir! Omar Sy þykir sýna stórleik í þessari stórskemmtilegu gamanmynd og hin unga Gloria Colston gefur honum lítið eftir í hlutverki dóttur hans. Demain tout commence – Símon Punktar ............................................................................................ l Myndin er endurgerð á myndinni No se aceptan devoluciones sem sló öll að- sóknarmet í Mexíkó árið 2013 og er tekjuhæsta mexíkóska mynd allra tíma.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=