Myndir mánaðarins, apríl 2018 - Leigan

22 Myndir mánaðarins 19. apríl 122 mín Aðalhl.: Denzel Washington, Colin Farrell, Carmen Ejogo og AmandaWarren Leikstjórn: Dan Gilroy Útgefandi: Sena VOD Glæpadrama Roman J. Israel er lögfræðingur á sextugsaldri sem segja má að hafi fórnað öllu fyrir starf sitt og þá hugsjón sína að bæta réttarkerfiðmeð nýjum lögum sem hann hefur skrifað sjálfur. En hver hefur áhuga á að hlusta á hann? Hér er á ferðinni afar góð saga sem hreyfir verulega við áhorfendum enda er Roman J. Israel enginn venjulegur maður sem leggur árar í bát þótt á móti blási. Hann verður hins vegar fyrir því áfalli að missa vinnuna þegar eigandi lögfræði- stofunnar sem hann vinnur hjá fær hjartaáfall. Það sem Roman tekur til bragðs til að bjarga sínum málum kemur verulega á óvart, svo og afleiðingarnar ... Roman J. Israel, Esq. Réttlætið er ekki ókeypis Denzel Washington er að venju frábær í hlut- verki sínu enda var hann tilnefndur til bæði Golden Globe- og Óskarsverðlauna fyrir það. Punktar ............................................................................................ l Roman J. Israel, Esq. er önnur mynd Dans Gilroy sem leikstjóra en sú fyrri var hin frábæra mynd Night- crawler sem aflaði honum m.a. til- nefninga til bæði Golden Globe- og Óskarsverðlauna fyrir handritið. l Í myndinni er Roman J. Israel með skarð milli framtannanna. Í raun og veru er Denzel með svona skarð en hann lét hylja það á sínum yngri árum. Fyrir gerð myndarinnar lét hann því einfaldlega fjarlægja þá yfirhalningu og birtist nú í fyrsta sinn í bíómynd með sitt upprunalega tannskarð! HHHH - Guardian HHH 1/2 - Washington Post HHH 1/2 - Entert. Weekly HHH 1/2 - Rolling Stone HHH 1/2 - Los Angeles Times HHH - Empire Roman J. Israel, Esq. – Golden Exits 19. apríl 94 mín Aðalhlutv.: Emily Browning, Adam Horovitz, Mary-Louise Parker og Chloë Sevigny Leikstj.: Alex Perry Útg.: Sena VOD Drama Naomi er ung áströlsk kona sem komin er til New York til að vinna tíma- bundið fyrir bókasafnsfræðing sem tekið hefur að sér að koma skikki á ótal skjöl úr dánarbúi tengdaföður síns. En Naomi á eftir að gera miklu meira! Golden Exits er eftir Alex Ross Perry sem gerði m.a. verðlaunamyndirnar Listen Up Philip og Queen of Earth og er af mörgum talinn einn af bestu sjálfstæðu leik- stjórum Bandaríkjanna. Myndir hans ganga þvert á allar hefðir í sagnaflutningi því hann leggur fyrst og fremst áherslu á persónusköpun og lætur þessum persónum það eftir að skapa söguna með orðum sínum og athöfnum. Þetta þykir honum hafa tekist að gera alveg frábærlega í þessari mynd í samvinnu við einvalalið leikara sem þykja hver og einn fara á kostum í hlutverkum sínum ... Golden Exits Þegar fjaðrirnar verða að hænum Emily Browning leikur Naomi sem ruggar bátnum í heimsókn sinni. Punktar ............................................................................................ l Golden Exits var tilnefnd til dómnefndar- verðlaunanna á Sundance-kvikmyndahátíð- inni í flokki dramamynda l Fyrir utan þau fjögur sem tilgreind eru í kreditlistanum hér til vinstri leika þau Jason Schwartzman, Lily Rabe og Analeigh Tipton veigamikil hlutverk í myndinni. l Myndin var tekin upp í svo að segja réttri tímaröð á fimmtán dögum í Brooklyn þar sem leikstjórinn býr ásamt nokkrum af aðal- leikurunum. Chloë Sevigny grínaðist með það í viðtölum að þetta hefði verið í fyrsta sinn í mörg ár semhún gat gengið í vinnuna. HHHHH - Village Voice HHHHH - Slant Magaz. HHHH 1/2 - L.A.Times HHHH 1/2 - N.Y. Times HHHH 1/2 - Hollyw. Reporter HHHH - Variety

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=