Myndir mánaðarins, apríl 2018 - Leigan
16 Myndir mánaðarins 12. apríl 117 mín Aðalhl.: Jean-Pierre Bacri, Jean-Paul Rouve og Gilles Lellouche Leikstj.: Nakache og Toledano Útg.: Sena VOD Gamanmynd Svona er lífið er eftir þá Olivier Nakache og Eric Toledano sem slógu hressilega í gegn árið 2012 með hinni einstöku mynd sinni Intouchables þar sem þeir François Cluzet og Omar Sy fóru á kostum sem hinn lamaði Philippe og aðstoðarmaður hans, Driss. Svona er lífið gefur Intouchables ekkert eftir í þeim húmor og skemmtilegheitum sem Frökkum er einum lagið að galdra fram en hún segir í stuttu máli frá Max Angély sem hefur langa reynslu að baki við skipulagningu alls kyns gleðskapar. Í þetta sinn hefur hann tekið að sér að sjá um veisluna í brúðkaupi sem á að halda á 18. aldar óðalssetri og skal ekkert til sparað til að gera hana sem glæsilegasta og skemmtilegasta fyrir gestina. Við fylgjumst síðan með Max og starfsfólki hans undirbúa veisluna og að sjálfsögðu fer allt úrskeiðis, Max og hans fólki til mikillar mæðu á meðan áhorfendur hlæja sig máttlausa ... Svona er lífið (C’est la vie!) Ekkert er klappað og klárt Jean-Pierre Bacri leikur veislustjórann Max Angély í þessari þrælfyndnu gamanmynd. C’est la vie! – Happy End 12. apríl 108 mín Aðalhlutverk: Isabelle Huppert, Jean-Louis Trintignant og Mathieu Kassovitz Leikstj.: Michael Haneke Útg.: Sena VOD Gamandrama Í þessari nýjustu mynd meistaraleikstjórans Michaels Haneke býður hann okkur í heimsókn til hinnar auðugu Laurent-fjölskyldu semer saman komin ásamt vinum til að fagna 85 afmælisdegi ættföðurins Georges Laurent. Happy End , sem var ein af myndum Frönsku kvikmyndahátíðarinnar í janúar sl., er fyrir þá sem kunna að meta evrópska kvikmyndagerð eins og hún gerist best. Á yfirborðinu virðist Laurent-fjölskyldan hafa það gott en undir niðri krauma alls konar mál semMichael kryddar með sinni einstöku kímni og beittri kaldhæðni ... Happy End „Veröldin er allt í kring og við í miðjunni, og sjáum ekkert.“ Það er óhætt að segja að Laurent-fjöl- skyldan er ekki öll þar sem hún er séð. Punktar ............................................................................................ l Þetta er í annað sinn sem þau Isabelle Huppert og Jean-Louis Trintignant leika saman í mynd eftir Michael Haneke en þau léku einmitt líka feðgin í mynd hans, Amour , árið 2012, en hún hlaut Óskarsverðlaunin sem besta erlenda mynd ársins og var Haneke einnig tilnefndur fyrir leikstjórnina og handrit þeirrar frábæru myndar. l Happy End var tilnefnd til Gullpálmans í Cannes fyrir leikstjórn Michaels Haneke og til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna fyrir leik þeirra Isabelle Huppert og Jean- Louis Trintignant í aðalhlutverkum kvenna og karla. Myndin var þess utan framlag Austurríkis til Óskarsverðlauna í ár sem besta erlenda myndin. HHHHH - The Guardian HHHH 1/2 - N.Y. Times HHHH 1/2 - L.A.Times HHHH 1/2 - RogerEbert.com HHHH - Time Out HHHH - Empire Punktar ............................................................................................ l Svona er lífið var opnunarmynd Frönsku kvikmyndahátíðarinnar í janúar.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=