Myndir mánaðarins, apríl 2018 - Leigan
14 Myndir mánaðarins 6. apríl 132 mín Aðalhl.: Vince Vaughn, Jennifer Carpenter, Don Johnson og Udo Kier Leikstj.: S. Craig Zahler Útg.: Síminn og Vodafone VOD Spennumynd / Drama Brawl in Cell Block 99 er önnur mynd leikstjórans S. Craig Zahler sem gerði vestra-tryllinn Bone Tomahawk árið 2015 og snýr hér aftur með sína útgáfu af harðhausamynd í anda margra af vinsælustu b-mynda áttunda áratug- ar síðustu aldar þegar t.d. Clint Eastwood og Charles Bronson áttu sviðið. Aðalpersóna myndarinnar er Bradley Thomas, fyrrverandi hnefaleikamaður sem starfaði eitt sinn fyrir eiturlyfjakónginn Eleazar og neyðist til að snúa til hans aftur þegar honum er sagt upp á bifreiðaverkstæðinu sem hann vinnur hjá. Í þetta sinn er Bradley hins vegar ekki eins heppinn og í fyrra skiptið og eftir að hann er gómaður við eiturlyfjasmygl er hann dæmdur til sjö ára fangelsisvistar. Þar uppgötvar hann að það var í raun engin tilviljun að löggan náði honum ... Brawl in Cell Block 99 Allar ákvarðanir hafa afleiðingar Vince Vaughn hefur fengið frábæra dóma fyrir leik sinn í Brawl in Cell Block 99 , svo og myndin sjálf. Punktar ............................................................................................ l Vince Vaughn, sem var enginn aukvisi fyrir, æfði líkamsrækt og hnefaleika stanslaust í þrjá mánuði fyrir gerð myndarinnar og bætti á sig átta kílóum af vöðvum. Óhætt er að segja að persónan sem hann leikur í myndinni, Bradley Thomas, noti þá mikið! l Í einu atriði myndarinnar rústar Bradley Thomas til dæmis bíl með berum höndun- um. Þótt hlutunum hafi verið komið þannig fyrir að Vince meiddi sig ekki alvarlega við tökur á þessu atriði þá gerði hann þetta í raun, þ.e. hannmölvaði og reif bílinn í sundur með hendurnar einar að vopni. HHHHH - L.A. Times HHHH 1/2 - N.Y. Times HHHH 1/2 - R.Ebert.com HHHH 1/2 - Chicago Sun-Times HHHH - Empire HHHH - Variety Brawl in Cell Block 99 – Skógarfjör Stórskemmtilegar fimmmínútna teiknimyndir um alls konar dýr, bæði stór og smá, og kostuleg ævintýrin sem þau lenda í á hverjum einasta degi. Skógarfjörs -þættirnir eru fullir af fjöri frá upphafi til enda, en þeir innihalda ekkert mannamál heldur eingöngu umhverfis- og dýrahljóð og dálítið af tónlist þegar það á við. Þættirnir, sem hafa verið sýndir á vinsælustu barnasjónvarps- stöðvunum, eiga það líka sameiginlegt að vera einstaklega jákvæðir, upplífgandi og saklausir en samt innihalda þeir hæfilega spennu fyrir yngstu áhorfendurna. Alls hafa verið gerðir 39 þættir og hér koma út þættir 27–39. Skógarfjör Hvað eru dýrin að bralla? 6. apríl 65 mín Teiknimyndir um dýr sem taka upp á ýmsu óvenjulegu Leikstjórn: J.D. Dillard Útgefandi: Myndform VOD Barnaefni
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=