Myndir mánaðarins, mars 2018

36 Myndir mánaðarins Vinsælustu leigumyndirnar Stórskemmtileg teiknimynd um pers- ónu í tölvuleik, Wreck-It-Ralph, sem er orðinn leiður á að vera „vondi kallinn“ og langar til að verða ein af hetjunum í staðinn. Eftir að slökkt er á tölvunni reynir hann sitt besta til að láta þennan draum rætast en afleiðingarnar verða aðrar en hann gat grunað. Lífið í höfuðborg smáhestanna einkenn- ist af gleði, söng, ævintýrum og órjúfan- legum vinaböndum. En þegar hin vonda og valdagráðuga Tempest Shadow ákveður að taka völdin ásamt ófrýnileg- um þjónum sínum neyðast smáhest- arnir undir forystu prinsessunnar Skystar til að grípa til sinna ráða. Oft er sagt að sannleikurinn geti verið ótrúlegri en skáldskapur og það sannast í myndinni American Made sem segir kostulega sögu flugmannsins, eiturlyfja- smyglarans og CIA-uppljóstrarans Barrys Seal semTom Cruise þykir leika af snilld, en hann átti eftir að skekja bandaríska stjórnkerfið innan frá! Gamanmyndin The House er fyrsta mynd Andrews J. Cohen sem leikstjóra en hann skrifaði ásamt félaga sínum Brendan O’Brien handritin að Bad Neighbours - myndunum og Mike and Dave Need Wedding Dates . Þeir sem séð hafa þær myndir geta áreiðanlega giskað á hvaða léttgeggjaði húmor er hér á ferðinni. Eftir að höfuðstöðvar Kingsman-leyni- þjónustunnar íBretlandierusprengdar í tætlur leita þeir Gary„Eggsy“ Unwin og Merlin til bandarísku Statesman-leyni- þjónustunnar til að fá aðstoð starfs- manna hennar í baráttunni við hættu- legasta óvin mannkyns til þessa, glæpasamtökin Gullna hringinn. Blade Runner 2049 er sjálfstætt framhald myndarinnar Blade Runner frá árinu 1982 og gerist 30 árum síðar þegar menn hafa fullkomnað þá tækni að framleiða nákvæmar eftirlíkingar af fólki til að sjá um hættulegustu störfin uns líftími þeirra er á enda. En hvað gerist ef eftirlíking fær sjálfstæðan lífsvilja? Undir trénu er kolsvört kómedía með þrillerívafi en hér segir frá hjónunum Ingu og Baldvini sem lenda í stigvaxandi deilum við nágranna sína vegna trés á lóð þeirra fyrrnefndu sem er farið að skyggja á lóð og sólpall þeirra síðar- nefndu. Hvað er það versta sem getur gerst þegar svona mál koma upp? Broskallinn Gene býr ásamt aragrúa alls kyns tákna í Emoji-borg á milli appanna í símanum. Gene er svokallað „meh“- tákn en hefur litla stjórn á svipbrigðum sínum og hin táknin í borginni eru hrædd um að síminn verði straujaður komist eigandinn að vandamálinu. Hvað getur Gene gert í málinu? Áhugafólk um frábærar kvikmyndir ætti ekki að láta Detroit fram hjá sér fara, sér í lagi þeir sem kunnað hafa að meta myndir Kathryn Bigelow, t.d. tvær þær síðustu, The Hurt Locker og Zero Dark Thirty . Detroit er af sama meiði, ein- staklega vel gerð og leikin mynd sem heldur áhorfendum á sætisbrúninni ... Pixar-teiknimyndin um félagana Sulli- van og Mike og öll hin skrímslin í Skrímslaborg kom út árið 2001 og hefur allar götur síðan notið vinsælda. Þeir Sullivan og Mike sinna því verkefni að hræða börn til að fá orku úr öskrum þeirra en þegar eitt barnið fylgir þeim yfir í þeirra veröld vandast málin. Teiknimyndin um„Hin ótrúlegu“ kom út árið 2004 og er ein besta teiknimyndin frá Pixar og aðmargra mati sú fyndnasta. Sagan er um Parr-fjölskylduna, foreldra og þrjú börn þeirra, sem eru öll gædd ofurkröftum. Þau langar til að lifa venju- legu fjölskyldulífi en þegar hætta steðjar að heiminum verða þau að bregðast við. Fifty Shades Darker er beint framhald fyrstu bókarinnar um ástarsamband Anastasíu Steele og Christians Grey og hefst aðeins nokkrum dögum eftir að henni lauk með sambandsslitum. Við þau er Christian hins vegar afar ósáttur og biðlar til Anastasíu að halda áfram að hitta sig, en nú á hennar forsendum. AllieMorganvinnuráskrifstofudagblaðs og í leit að viðfangsefni í grein rekst hún inn á kaffihús eitt sem er þekktast fyrir það að eigandinn, Sam, þykir afar fær í að kynna fólk sem passar fyrir hvort annað og hefur átt þátt í stofnun margra farsælla ástarsambanda. Sjálfur er hann hins vegar á lausu ... Þegar rannsóknarlögreglumaðurinn Harry Hole fær til rannsóknar hvarf ungrar móður kemst hann fljótlega að því að málið tengist eldri morðmálum þar sem ungar mæður voru myrtar í vetrarbyrjun – um það leyti sem fyrsti snjórinn féll. The Snowman er byggð á víðfrægri sakamálasögu eftir Jo Nesbø. Anton er þrettán ára gamall strákur sem myndi gefa mikið fyrir að hitta eins og eina vampíru. Honum verður að ósk sinni þegar hann vingast við jafnaldra sinn Runólf, en hann er vampíra sem býr í gömlum kirkjugarði. En hætta steðjar að þegar hinn ógnvekjandi vampírubani Rokkfinnur mætir á svæðið! Langt, langt í burtu er eyjan og borgin Ninjago. Þar búa þau Lloyd, Jay, Kai, Cole, Zane og Nya sem á daginn þurfa að glíma við skólann, skólalífið og öll hin hversdagsmálin en á kvöldin við alls konar skrímsli og óvætti sem herja á Ninjago auk hins valdagráðuga og illa Lords Garmadon – sem er faðir Lloyds. Eftir að yngsta og eina eftirlifandi dóttir veitingastaðareigandans Quangs lætur lífið í sprengjuárás IRA í London leitar hann bæði til lögreglunnar og leyniþjónustunnar til að fá það uppgefið hverjir séu grunaðir um verknaðinn, enda ákveðinn í að ganga á milli bols og höfuðs á þeim sjálfur – sem allra fyrst. Þessi hörkugóða mynd er byggð á bók rithöfundarins Stephens Leather, The Chinaman , og skartar þeim Jackie Chan og Pierce Brosnan í aðalhlutverkum. Þann28. júní2013brutustútskógareldar í grennd við smábæinnYarnell í Arizona- ríki sem vegna óhagstæðra vinda urðu fljótlega að mestu og mannskæðustu skógareldum sem brotist hafa út í Arizona síðan land þar var numið. Þessi frábæramynderumþessamiklueldaog mennina sem tókust á við þá. Stórleikararnir Kate Winslet og Idris Elba fara hér á kostum í spennandi mynd um tvo ólíka einstaklinga sem þurfa að snúa bökum saman í neyð þegar flugvél sem þau höfðu tekið á leigu hrapar niður í fjalllendiþarsem langter ínæstubyggð. Framundan er lífsbarátta sem á eftir að fara öðruvísi en þau gátu átt von á. Hvernig er að deyja? Verður allt svart og bara tómið eitt, eða sér maður eitthvert ljós eins og sumir sem hafa verið lífgaðir við hafa sagt að þeir hafi séð? Hvernig er að vera dáinn? Hvert fer vitundin? Er líf eftir dauðann? Flatliners er spennutryllir sem fær hárin örugglega til að rísa! Kubbamynd Teiknimynd Sannsögulegt Vísindaskáldsaga Spennumynd Grínhasar Sannsögulegt Teiknimynd Teiknimynd Teiknimynd Gamanmynd Gamandrama Rómantík Teiknimynd Tryllir Erótík Sannsögulegt Drama Teiknimynd Spennumynd The LEGO Ninjago Movie The Foreigner American Made Litla vampíran Blade Runner 2049 Only the Brave Kingsman: The Golden Circle Emoji-myndin My Little Pony: Bíómyndin The Snowman The House Undir trénu BrimmingWith Love The Mountain Between Us Detroit Monsters, Inc. The Incredibles Fifty Shades Darker Flatliners Wreck-It-Ralph 1 2 3 5 4 8 7 6 11 10 14 13 17 16 9 12 15 19 18 20

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=