Myndir mánaðarins, mars 2018

35 Myndir mánaðarins 29. mars 83 mín Aðalhlutverk: John Corbett, Cara Buono, Myles Moore og Barry Corbin Leikstjórn: Steve Gomer Útgefandi: Sena VOD Fjölskyldumynd Michael Spurlock er fyrrverandi viðskiptamaður sem ákveður að gerast forstöðumaður lítillar kirkju í Tennessee, en vegna þess hve fámennur söfnuðurinn er orðinn hefur verið ákveðið að loka henni og fjarlægja. Því vill Michael ekki una og er staðráðinn í að finna leið til að bjarga fjárhag kirkjunnar svo hún fái að standa óhögguð og sinna sínu hlutverki áfram. All Saints er áhrifaríkmynd semer kjörin til áhorfs fyrir alla fjölskylduna, jafnt trúaða sem trúlausa, því þótt sagan snúist vissulega um kirkju og trú er hún samt fyrst og fremst dæmisaga um styrk mannsandans þegar erfiðleikar blasa við og um það hverju samheldni getur komið til leiðar. Þegar nokkrar flóttafjölskyldur frá Burma flytja í sveitina fær Michael þá hugmynd að ef hann gæti breytt landi kirkjunnar í ræktarland með aðstoð þeirra þá gæti kirkjan bjargast. En til að geta hrint hug- myndinni í framkvæmd þarf hann fyrst að fá fólkið til að samþykkja hana ... All Saints Vonin er til alls fyrst John Corbett leikur prestinn Michael Spurlock í þessari sannsögulegu mynd. Punktar ............................................................................................ All Saints – Accident Man HHHHH - H. Reporter HHH 1/2 - RogerEbert.com HHH 1/2 - Variety 29. mars 105 mín Aðalhlutverk: Scott Adkins, Ray Stevenson, Ashley Greene og David Paymer Leikstj.: Jesse V. Johnson Útgef.: Sena VOD Hasar / Grín Accident Man eftir Jesse V. Johnson er glæný mynd sem hefur verið líkt við blöndu af John Wick -myndunum og myndum Guys Ritchie eins og Lock, Stock and Two Smoking Barrels og RocknRolla . Það ætti að segja talsvert. Myndin gerist í heimi sjö eftirsóttustu leigumorðingja Englands. Af þeim er Mike Fallon þó sá langeftirsóttasti því hann hefur einstakt lag á að láta aftökur sínar líta út fyrir að vera slys eða sjálfsmorð, viðskiptavinum hans til mikillar ánægju. Hinir sex morðingjarnir í hópnum eru líka mjög færir í faginu en nota hefð- bundnari aðferðir til að ljúka sínum verkefnum. Þegar eina konan semer Mike kær er myrt grunar hann að einn af sex fagfélögum hans hafi verið að verki og við það getur hann ekki unað. En hver er sá seki? Accident Man Sex morðingjar - og einn þeirra þarf að deyja Mike Fallon er sérfræðingur í að láta aftökur sínar líta út sem slys eða sjálfsmorð. Punktar ............................................................................................ l Myndin er byggð á samnefndri teiknimyndasögu eftir Pat Mills og Tony Skinner.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=