Myndir mánaðarsins, febrúar 2018 - Leigan

8 Myndir mánaðarins Ég hélt alltaf að ég myndi fyrst og fremst fá vinnu við að leika í rómantískum myndum. Ég er ekki að grínast. En svo sáu allir mig sem illmennið. Ég hefði getað orðið sár en ... hey, þetta er jú bara vinna. - Tobin Bell. Já, ég er einn af þeim sem vilja ekki sjá sjálfa sig leika. Sumir halda að þetta séu bara einhverjir stælar en staðreyndin er sú að þegar ég sé mig leika – eða sá því ég er hættur því – þá sé ég bara gallana og verð hræddur við leiklistina. Sama gildir um gagnrýni, ég er hættur að lesa hana því það voru bara neikvæðu hlutirnir sem sóttu á mig. Neikvæðnin eyðileggur sköpunargleðina. - Andrew Garfield. Það versta? Það versta er að pósa fyrir myndatöku. Ég kann það ekki, verð bara eins og asni. Það búast allir við að maður fari létt með þetta af því að maður er leikkona en það á ekki við mig. - Claire Foy, spurð að því hvað sé það versta við að vera leikkona . Mig langaði aldrei til að verða annar Bruce Lee. Mig langaði til að verða fyrsti Jackie Chan. - Jackie Chan . Eg vissi það ekki þá og veit það ekki í dag. Ég hef í alvöru ekki nokkra hugmynd um hvað sagan í Tomorrow Never Dies snerist. - Pierce Brosnan . Eins mikið og ég elska bróður minn og virði hann þá er það afar óþægilegt fyrir mig að starfa með honum því maður finnur það á sér að allir halda að ég hafi bara fengið hlutverkið vegna hans en ekki vegna eigin verðleika. - Dave Franco, bróðir James . Það hefur alltaf farið alveg ægi- lega í taugarnar á mér hvað fólk í auglýsingum hefur það alltaf súperfínt í súperfínu umhverfi og hvernig það hefur á augabragði getað höndlað hamingjuna með því að nota vöruna sem verið er að auglýsa. - Justin Theroux. Mig hafði bara alltaf langað til að eignast minn eigin bar þar sem ég gæti pússað glös á kvöldin og hlustað á fólk lýsa því fyrir mér hvað lífið væri ósanngjarnt - Anthony Mackie, sem lét drauminn rætast og opnaði sinn eiginn veitingastað í Brooklyn árið 2011. Honum hefur nú verið lokað. Ég trúi því heitt og innilega að allt verði betra ef maður bætir bara dálitlum húmor í það. - Amy Poehler . Ég á erfitt með að vera á sama staðnum lengi í einu. Eftir nokkra daga, kannski um viku, langar mig að fara eitthvað annað og sjá hluti sem ég hef ekki séð áður. - Ana de Armas, spurð að því hvað hún áliti sinn versta galla . Að vera leikari í Hollywood er alveg nákvæmlega eins og að vera einhver vara í venjulegri búð. Þú rennur út á endanum. - Ryan Gosling . Ég var staddur á forsýningu á Prisoners og í einu atriðinu dauðbrá öllum áhorfendum og tóku andköf. Það var eins og kvikmyndahúsið sjálft hefði skyndilega farið á innsogið. Ég sneri mér að unnustu minni og sagði við hana: Það er út af þessu sem ég elska að gera kvikmyndir. - Denis Villeneuve, um hvað honum finnst best við kvikmyndagerð. Það vissu þetta ekki margir en ég lagði til við George Lucas að Han Solo myndi deyja í lok Return of the Jedi . Hann tók það ekki í mál. - Harrison Ford . Veistu, þessi maður borðar mynd- ir. Það er alveg sama á hvaða atriði er minnst, þótt það sé í sænskri mynd frá árinu 1963 sem enginn sá þá hefur hann séð hana og þekkir atriðið. Hann er alfræðibók þegar talað er um kvikmyndir. - Michael Fassbender um Quentin Tarantino. Ég fór á Taco Bell strax á eftir til að róa taugarnar. Mexíkóskur matur er mitt meðal. - AmyAdams , semsegir að húnhafi aldrei á ævinni verið jafn stressuð og á Óskarsverðlaunahátíðinni 2008 þar sem hún þurfti að syngja aðallagið úr myndinni Enchanted . Ég tel að aðalhlutverk giftra karla í lífinu sé að vernda konuna sína. - Armie Hammer .

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=