Myndir mánaðarsins, febrúar 2018 - Leigan
30 Myndir mánaðarins Vinsælustu leigumyndirnar Þegar Jimmy Logan er sagt upp vinnunni sér hann sæng sína uppreidda og leggur til við bróður sinn Clyde að þeir fremji bíræfið rán á milljónum dollara þrátt fyrir hina svokölluðu Logan-bölvun sem er sögð hvíla á þeim. Nýjasta mynd Stevens Soderbergh er fyndin og fjörug og með klassaleikurum í öllum hlutverkum. Parið Eli og Grace lifa rólegu lífi á gömlu sveitabýli sem Grace hefur varið miklum tíma í að mála og snyrta. Skyndilega er friðurinn rofinn þegar tvær ókunnugar manneskjur, karl og kona, banka upp á og svo fer að Eli ákveður að leyfa þeim að gista, þvert á vilja Grace. Upp frá því fer dularfull atburðarás í gang. Skrímslafjölskyldan er byggð á bók þýska rithöfundarins Davids Safier sem komið hefur út í þrjátíu löndum. Þetta er bráðskemmtileg saga umWishbone- fjölskylduna sem glímir við ýmis vanda- mál, en ekkert í líkingu við það sem blasir við þeimþegar illgjörn norn, Baba Yaga, breytir þeim í skrímsli. Adam er ósköp venjulegur strákur sem uppgötvar dag einn vísbendingar um hvað orðið hafi af föður hans sem hvarf sporlaust fyrir mörgum árum. Þetta verður til þess að Adam ákveður að fara að leita að honum og kemst þá að því að faðir hans er enginn annar en þjóð- sagnapersónan Stórfótur. Dunkirk er nýjasta mynd Christophers Nolan sem segir okkur hér frá þeim atburði um mánaðamótin maí-júní árið 1940 þegar um 400 þúsund hermenn Bandamanna króuðust af á norðvestur- strönd Frakklands og biðu björgunar áður en þýski landherinn, sem nálgaðist þá hratt, næði til þeirra og stráfelldi þá. Broskallinn Gene býr ásamt aragrúa alls kyns tákna í Emoji-borg á milli appanna í símanum. Gene er svokallað „meh“- tákn en hefur litla stjórn á svipbrigðum sínum og hin táknin í borginni eru hrædd um að síminn verði straujaður komist eigandinn að vandamálinu. Hvað getur Gene gert í málinu? Diary of a Whimpy Kid -myndirnar hafa notiðmikilla vinsælda allt frá því að fyrsta myndin kom út árið 2010, en þessar bráðskemmtilegu myndir segja frá Heffley-fjölskyldunni sem lendir í alls konar fyndnum aðstæðum þar sem fjöl- skyldumeðlimirnir bregðast við hlutum á annan hátt en flest annað fólk! Eftir skilnað flytur Alice Kinney ásamt dætrum sínum aftur á æskuslóðirnar í Los Angeles og hefur nýtt líf. Málin taka svo óvænta stefnu þegar hún skýtur skjólshúsi yfir þrjá unga menn og hefur auk þess ástarsamband við einn þeirra – og enn óvæntari þegar fyrrverandi eiginmaður hennar dúkkar upp! Myndirnar um Alvin og íkornana hafa slegið í gegn, enda frábærar fjölskyldu- myndir. Húmorinn er kostulegur, pers- ónurnar sprelllifandi og blöndun teikn- inga og leikinna atriða afar vel gerð. Hér mæta þeir Alvin, Símon og Theodór til leiks í fjórðu myndinni og halda nú í ævintýraferð alla leið til Flórída! Hér segir frá töffaranum Stubbi sem fæðist með allt á hreinu og klár í slaginn og það fyrsta sem hann þarf að gera ásamt bróður sínum og nokkrum öðr- um hvítvoðungum er að stöðva helstu samkeppniskrútt allra barna, hvolpana! Myndin er gerð af Tom McGrath, þeim sama og gerði Madagascar -myndirnar. Teiknimyndin um Skósveinana nýtur alltaf vinsælda enda afar vel gerð, fyndin og hröð, og svo hugmyndarík að hún verður bara betri og betri með hverju áhorfi! Hér segir frá því þegar litlu gulu karlarnir fara til NewYork árið 1964 til að finna sér nýjan leiðtoga og lenda þar samstundis íóborganlegumævintýrum. Boði er hundastrákur sem ætlað er að gerast fjárgæsluhundur þegar fram líða stundir. En Boði er nokkuð viss um að fjárgæslan sé ekki fyrir hann og þegar útvarp fellur bókstaflega af himnum ofan dag einn og lendir í fangi hans sannfærist hann endanlega um að honum sé ætlað að verða rokkhundur. Íkorninn Surlí og hin dýrin í Eikarbæ hafa haft það gott frá því við hittum þau í samnefndri mynd árið 2014. Nú er tilveru þeirra hins vegar ógnað þegar borgarstjórinn ákveður að ryðja burt almenningsgarðinum sem þau búa í og nota svæðið í staðinn undir skemmti- garð. Hvað geta Surlí og hin dýrin gert? Þegar þeim Gru og Lucy er sparkað úr starfi og skósveinarnir ákveða að yfir- gefa Gru vegna skorts hans á glæp- samlegu innræti ákveða þau Lucy að gera gott úr öllu og einbeita sér að heimilislífinu og uppeldi fósturdætr- anna. En þá uppgötvar Gru að hann á bróður.Grínogfjör fyrirallafjölskylduna. Undir trénu er kolsvört kómedía með þrillerívafi en hér segir frá hjónunum Ingu og Baldvini sem lenda í stigvaxandi deilum við nágranna sína vegna trés á lóð þeirra fyrrnefndu sem er farið að skyggja á lóð og sólpall þeirra síðar- nefndu. Hvað er það versta sem getur gerst þegar svona mál koma upp? Stórleikararnir Kate Winslet og Idris Elba fara hér á kostum í spennandi mynd um tvo ólíka einstaklinga sem þurfa að snúa bökum saman í neyð þegar flugvél sem þau höfðu tekið á leigu hrapar niður í fjalllendi þar sem langt er í næstu byggð. Framundan er lífsbarátta sem á eftir að fara öðruvísi en þau gátu átt von á. Lífið í höfuðborg smáhestanna gæti varla verið fullkomnara en það er, enda byggt á gleði, söng, ævintýrum og órjúfanlegum vinaböndum. En þegar hin vonda og valdagráðuga Tempest Shadow ákveður að taka völdin ásamt ófrýnilegum þjónum sínum neyðast smáhestarnir undir forystu prinsessunnar Skystar til að ferðast þvert í gegnum Smáhestaland og freista þess að finna nýja vini og bandamenn sem geta hjálpað þeim að eyða ógninni. Þriðja myndin í Pixar-seríunni um bílana gerist nokkrum árum eftir atburðina í síðustu mynd. Fyrir utan Leiftur- McQueen endurnýjum við hér kynnin af mörgum karakterum fyrri myndanna um leið og við kynnumst nokkrum nýjum, þar á meðal kraftmiklum keppi- nautum McQueens um titlana! Ég man þig er nýjasta mynd Óskars Þórs Axelssonar sem gerði hina hörkugóðu Svarturá leik árið 2012, en hún er byggð á samnefndri skáldsögu Yrsu Sigurðar- dóttur, einni bestu spennusögu íslensks rithöfundar frá upphafi. Ég man þig er einvinsælastamyndársins íkvikmynda- húsum, mynd sem allir ættu að sjá. Paddington er byggð á fyrstu bókinni umþennan talandi bangsa og gleðigjafa sem þrátt fyrir að vera frekar klaufskur og meira en lítið forvitinn hefur hjartað á réttum stað, er alltaf kurteis en alveg ótrúlega snjall í að koma sér bæði í og úr hinum mestu vandræðum. Paddington er fjölskyldumynd í algjörum sérflokki. Drama / Ævintýri Gamanmynd Teiknimynd Teiknimynd Teiknimynd Sannsögulegt Teiknimynd Gamanmynd Gamanmynd Spennudrama Teiknimynd Gamanmynd Teiknimynd Teiknimynd Fjölskyldumynd Teiknimynd Teiknimynd Spenna /Tryllir Teiknimynd Teiknimynd The Mountain Between Us My Little Pony - Bíómyndin Skrímslafjölskyldan Undir trénu Emoji-myndin Bílar 3 Dunkirk Home Again mother! Aulinn ég 3 Sonur Stórfótar Diary of aWimpy Kid: Long Haul Hneturánið 2 Ég man þig Alvinnn!!! og íkornarnir Stubbur stjóri Skósveinarnir Rokkhundurinn Paddington Logan Lucky 1 2 3 5 4 8 7 6 11 10 14 13 17 16 9 12 15 19 18 20
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=