Myndir mánaðarsins, febrúar 2018 - Leigan

29 Myndir mánaðarins Final Portrait Listin kemur innan frá Aðalhlutverk: Geoffrey Rush, Armie Hammer, Clémence Poésy, Tony Shalhoub, James Faulkner, Sylvie Testud og Begona F. Martin Leikstjórn: Stanley Tucci Útgefandi: Myndform 90 mín Veistu svarið? Armie Hammer hóf leikferilinn í sjónvarpsþátt- unum Arrested Development árið 2005 en sló svo í gegn í tvöföldu hlutverki Winklevoss-tvíburana Camerons og Tylers í margfaldri verðlaunamynd Davids Fincher árið 2010. Hvaða mynd var það? The Social Network. 23. febrúar l Final Portrait er fimmta mynd Stanleys Tucci sem leikstjóra og um leið fyrsta mynd hans sem hann leikur ekki í sjálfur. Fyrri myndirnar eru Big Night , The Impostors , Joe Gould’s Secret og Blind Date . Þess ber að geta að hann skrifaði sjálfur handritið að Final Portrait . l Alberto Giacometti fæddist í Sviss í október árið 1901 og lést í janúar árið 1966, eða tæpum tveimur árum eftir að atburðirnir í þessari mynd eru látnir gerast. Þess má til gamans geta að Alberto hefur ýmis sómi verið sýndur í heimalandinu og t.d. prýðir hann og eitt af listaverkum hans bakhlið svissneska 100 franka seðilsins. Bandaríski gagnrýnandinn John Lord er í París árið 1964 þar sem hann hittir svissneska listamanninn Alberto Giacometti. Þegar Alberto biður John að sitja fyrir hjá sér í tvo daga sam- þykkir hann það með glöðu geði enda einstakt tækifæri fyrir hann að sjá hinn mikla listamann að störfum. En dagarnir tveir eiga eftir að verða að vikum og áður en yfir lýkur hefur John orðið vitni að svo að segja allri lífssögu Albertos og um leið einstakri sköpun hans á einu af sínumþekktustu verkum. Það eru þeir Armie Hammer og Geoffrey Rush sem fara með hlut- verk þeirra Johns og Albertos í þessari áhrifaríku og minnisstæðu mynd sem gerir ekki bara listsköpun Albertos frábær og trúverðug skil heldur dregur líka fram einstaka sérvisku þessa merka manns á öllum sviðum, gríðarlegar skapsveiflur hans og ótrúlega dynti sem honum tókst á einhvern hátt að skila af sér í verk sín. Final Portrait er gæðamynd um einhvern sérstæðasta listamann sögunnar. Þeir Armie Hammer og Geoffrey Rush leika þá John Lord og Alberto Giacometti í Final Portrait og þykja báðir sýna frábæran leik. Sagt er að Geoffrey Rush nái að túlka taktana í Alberto nánast fullkomlega. Final Portrait Hinn raunverulegi Alberto Giacometti árið 1962 og á litlu myndinni hér til vinstri má sjá eitt frægasta verk hans, Maður að benda , sem seldist á uppboði hjá Christie’s árið 2015 fyrir 126 milljónir dollara (141,3 milljónir með gjöldum) og varð þar með að dýrasta skúlptúr heims. Kötturinn , eitt af þekktustu og sérstæðustu verkum Albertos Giacometti. Sannsögulegt Punktar .................................................... HHHH 1/2 - Variety HHHH - Telegraph HHHH - Indiwire HHHH - Guardian HHHH - Empire HHHH - Total Film VOD

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=