Myndir mánaðarsins, febrúar 2018 - Leigan
25 Myndir mánaðarins 16. febrúar 89 mín Aðalhl.: Adam Byard, Annes Elwy, Gavin Swift og Nic- ola Stuart-Hill Leikstj.: Antony Smith Útg.: Myndform VOD Hasar / Ævintýri Þegar Artúr konungur er myrtur af syni sínum verður það hans hinsta ósk að sverðinu Excalibur verði skilað aftur í vatnið sem það kom úr. Nítján árum síðar dregur til tíðinda þegar yngri sonur Artúrs kemur til sögunnar. Þótt þessi mynd sæki bæði heitið, sögusviðið og flestar sögupersónurnar í þjóð- söguna um Artúr konung og riddara hringborðsins er söguþráðurinn í henni allt annar en í þjóðsögunni og í raun alveg nýr. Hér segir frá því þegar sonur Artúrs konungs, Mordred, svíkur hann í Camlann-orrustunni og stingur hann til ólífismeð hníf í því skyni að hrifsa sjálfur til sín völdin. Áður en Artúr deyr tekst honum samt að forða því að hið öfluga sverð Excalibur lendi í höndum Mordreds. Nítján árum seinna uppgötvar launsonur Artúrs, Owain, hver hann er í raun og veru og þegar hann fær að vita hvernig faðir hans dó og hver drap hann ákveður hann að steypa hinum svikula og illa bróður sínum af stóli og láta hann gjalda illverka sinna ... King Arthur: Excalibur Rising Bræður munu berjast Seiðkarlinn Merlin er hér leikinn af Simon Armstrong og á stóran þátt í að launsonur Artúrs, Owain (Adam Byard), kemst að uppruna sínum og skorar bróður sinn á hólm. King Arthur: Excalibur Rising – Símon Teiknimyndaþættirnir um Símon eru byggðir á metsölubókum Stephanie Blake sem hafa verið þýddar á yfir 20 tungumál og hafa þessir þættir notið mikilla vinsælda á sjónvarpsstöðvum víða um heim, þ. á m. á RÚV. Símon er eldhress kanínustrákur sem lætur sér fátt óviðkomandi og er óhræddur við að prófa og læra eitthvað nýtt. Um leið á hann það til að gera mistök en þótt hann sé svona lítill er hann með stórt hjarta og er ávallt fljótur að sjá muninn á röngu og réttu. Símon Átta þættir um fjallhressa kanínustrákinn Símon 16. febrúar 85 mín Teiknimyndir um Símon kanínustrák og uppátæki hans á hverjum degi Útgefandi: Myndform VOD Barnaefni
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=