Myndir mánaðarsins, febrúar 2018 - Leigan
23 Myndir mánaðarins 15. febrúar 121 mín Aðalhl.: Steve Carell, Emma Stone og Andrea Riseborough Leikstj.: Jonathan Dayton Útgefandi: Síminn og Vodafone VOD Sannsögulegt Þann 20. september 1973 mættust þau Bobby Riggs og Billie Jean King í tenniseinvígi í Texas eftir að Bobby hafði haldið því fram að engin kona gæti sigrað hann í tennis. Í þessari afar vel leiknu og skemmtilegu mynd er farið yfir aðdraganda þessa einvígis og að sjálfsögðu einvígið sjálft. Ef þú vilt sjá skemmtilega mynd, frábæran leik og sögu sem markaði tímamót þá skaltu ekki láta Battle of the Sexes fram hjá þér fara. Bobby Riggs var fyrrverandi tennismeistari semhélt því framað þótt hann væri orðinn 55 ára þá væri hann enn það góður í tennis að engin kona gæti sigrað hann. Í framhaldinu ákvað hann að skora á eina bestu tenniskonu heims í einvígi og úr varð stórkostlegur viðburður ... Battle of the Sexes Sagan af einu frægasta tenniseinvígi allra tíma Emma Stone og Steve Carell í hlutverkum þeirra Billie Jean King og Bobbys Riggs, en einvígi þeirra naut gríðarlegrar athygli og var sjónvarpað beint til milljóna áhorfenda. Punktar ..................................... HHHHH - San Franc. Chronicle HHHH 1/2 - Hollywood Reporter HHHH 1/2 - Chicago Sun-Times HHHH - Empire HHHH - E.W. HHHH - Total Film HHHH - Screen HHHH - Time HHHH - Variety l Battle of the Sexes hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga og var tilnefnd til tvennra Golden Globe- verðlauna, þ.e. fyrir leik Emmu Stone og Steves Carell í aðalhlutverkumenda fara þau bæði á miklum kostum í myndinni. l Skoðið endilega frekari upplýsingar um þetta einstaka og sögulega einvígi Bobbys Riggs og Billie Jean King, tildrög þess og eftirmál, sem finna má á netinu. Battle of the Sexes – Rebel in the Rye 15. febrúar 106 mín Aðalhl.: Nicholas Hoult, Kevin Spacey, Victor Garber og Hope Davis Leikstj.: Danny Strong Útgefandi: Sena VOD Sannsögulegt Rebel in the Rye fjallar um uppvaxtarár rithöfundarins J.D. Salinger en gerist þó að mestu árunum 1938 til 1947 þegar hann stundaði nám í Columbia-háskólanum í New York, var síðan sendur til Evrópu í stríðið og hóf síðan að skrifa bækur þegar hann kom til baka reynslunni ríkari. J.D. Salinger varð þekktur þegar hann gaf út sína fyrstu bók, meistaraverkið Catc- her in the Rye , en hana byggði hann á smásögu sem hann hafði skrifað fyrir stríð og nefndist Slight Rebellion off Madison . Þar var sögupersónan Holden Caulfield fyrst kynnt til sögunnar en sköpun hennar var undir miklum áhrifum frá kennara Salingers, Whit Burnett. Myndin fjallar ekki síst um áhrif hans á skrif Salingers. Rebel in the Rye Sagan á bak við tímamótaverkið Kevin Spacey leikur vin og kennara J.D. Salingers, Whit Burnett, og það er Nicholas Hoult sem leikur rithöfundinn. Punktar ..................................... HHH 1/2 - San Franc. Chronicle HHH 1/2 - Chicago Sun-Times HHH 1/2 - Los Angeles Times l Myndin er byggð á bókinni J.D. Sal- inger: A Life eftir Kenneth Slawenski. l Skammstöfunin J.D. stendur fyrir skírn- arnafn Salingers, Jerome David. Hann var samt alltaf kallaður Jerry af þeim sem þekktu hann. l J.D. Salinger fæddist 1. janúar árið 1919 og lést 27. janúar 2010, 91 árs að aldri. Eftir að hann varð frægur og virtur fyrir fyrstu bók sína, The Catcer in the Rye , eða Bjargvættinn í grasinu eins og hún nefnist í íslenskri þýðingu, lifði hann hálfgerðu einsetulífi til æviloka.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=