Myndir mánaðarsins, febrúar 2018 - Leigan
19 Myndir mánaðarins The House Peningar eru ekki allt Aðalhlutverk: Will Ferrell, Amy Poehler, Allison Tolman, Jason Mantzoukas, Andrea Savage, Ryan Simpkins og Andy Buckley Leikstjórn: Andrew Jay Cohen Útgefandi: Síminn og Vodafone 88 mín Veistu svarið? Þau Will Ferrell og Amy Poehler hafa verið góðir vinir lengi og unnið mikið saman í Saturday Night Life -þáttunum auk þess sem þau hafa leikið saman áður í einni bíómynd sem var frumsýnd árið 2007. Hvaða mynd? Blades of Glory. 12. febrúar l Sá sem leikur Frank, vin Johansen-hjónanna, Jason Matzounkas, hefur um árabil notið mikilla vinsælda sem uppistandsgrínari í Bandaríkjunumen er sennilega þekktastur hér á landi fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Parks and Recreation þar sem hann lék einmitt einnig á móti Amy Poehler. l Will Ferrell er einn af skemmtilegustu gamanleikurum heims eins og flestir vita og fyrir aðdáendur hans viljum við geta þess að tvær af væntanlegum myndum með honum í aðalhlutverki eru annars vegar bandarísk útgáfa af Gamlingjanum sem skreið út umgluggann og hvarf og svo grínútgáfa af Sherlock Holmes-sögu þar sem Will leikur Sherlock og John C. Reilly leikur fylgitungl hans, Watson. Gamanmyndin The House er fyrsta mynd Andrews J. Cohen sem leikstjóra en hann skrifaði ásamt félaga sínum Brendan O’Brienhandritinað BadNeighbours -myndunumogmyndinni skemmtilegu Mike and Dave Need Wedding Dates . Þeir sem séð hafa þær myndir geta áreiðanlega gert sér í hugarlund hvaða léttgeggjaði húmor er hér á ferðinni. The House segir frá hjónunum Scott og Kate Johansen sem verða alveg miður sín þegar villa í heimilisbókhaldinu leiðir í ljós að þau eiga ekki fyrir háskólanámi dóttur sinnar, sem er þó þegar búin að fá inngöngu í virtan háskóla. Til að bjarga málunum með hraði ákveða þau hjón (eftir að hafa reynt ýmislegt löglegt) að starta spilavíti í húsi sínu þrátt fyrir að viðurlög við því gætu kostað þau 20 ár í fangelsi. Þann séns verða þau samt sem áður að taka. Það ríkja miklir kærleikar með meðlimum Johansen-fjölskyldunnar, þeim Kate, Scotts og dótturinni Alex og það er alveg óhugsandi að Alex komist ekki í háskólanám vegna peningaskorts foreldranna. The House Eftir að þau Scott og Kate komast að fjárhagsskorti sínum gera þau ýmsar tilraunir til að afla tekna í hvelli. Þær mistakast allar. Peningar, peningar, peningar, þeir eru það sem allt snýst um þegar upp er staðið – eða hvað? Hér hafa þau Scott og Kate dottið í lukkupottinn ásamt vini sínum Frank (Jason Mantzoukas). Eða er þetta draumur? Gamanmynd Punktar .................................................... HHHH - IGN HHH - Empire HHH - The New York Times VOD
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=