Myndir mánaðarsins, febrúar 2018 - Leigan

18 Myndir mánaðarins Detroit Það er ástæða fyrir öllu Aðalhlutverk: John Boyega, Will Poulter, Anthony Mackie, Algee Smith, Jacob Latimore, John Krasinski, Hannah Murray og Kaitlyn Dever Leikstjórn: Kathryn Bigelow Útgefandi: Myndform 143 mín Veistu svarið? Kathryn Bigelow hlaut Óskarsverðlaunin fyrir leikstjórn sína á The Hurt Locker og tilnefningu fyrir Zero Dark Thirty . En hvaða frægu mynd sendi hún frá sér árið 1991 með þeim Patrick Swayze og Keanu Reeves í aðalhlutverkum? Point Break. 9. febrúar l Eins og sést á stjörnugjöfinni hér fyrir ofan þá hefur Detroit hlotið nánast samhljóða lof gagnrýnenda. Fyrir utan frábæran leik og gerð myndarinnar almennt þykir hún einnig gefa mjög skýra mynd af því sem gerðist í Detroit í lok júlí 1967. Má því segja að hún höfði ekki síst til þeirra sem áhuga hafa á sögulegum atburðum. Þann 23. júlí árið 1967 réðst lögreglan til inngöngu í klúbb einn í borginni Detroit Bandaríkjunum sem hafði ekki leyfi til reksturs. Þetta hratt af staðmótmælum semundu fljótt upp á sig og urðu að allsherjar uppþoti sem síðar var kallað „tólfta strætis-óeirðirnar“ (The 12th Street Riot). Á öðrum degi óeirð- anna var framið hrottalegt morð sem fékkst aldrei rannsakað að fullu og í þessari frábæru mynd Kathryn Bigelow fer hún í saumana á því sem gerðist þar í raun og hver bar ábyrgðina. Áhugafólk um frábærar kvikmyndir ætti alls ekki að láta Detroit fram hjá sér fara, sér í lagi þeir sem kunnað hafa að meta myndir Kathryn Bigelow, t.d. tvær þær síðustu, The Hurt Locker og Zero Dark Thirty , sem fengu ómælt lof og fjölda verðlauna. Detroit er af sama meiði, einstaklega vel gerð og leikin mynd sem heldur at- hyglinni frá upphafi til enda og áhorfendum á sætisbrúninni ... John Boyega leikur eitt af fjórum stærstu hlutverkunum í Detroit , hlutverk öryggisvarðarins Melvins Dismukes sem blandaðist inn í átökin á allt annan hátt en honum hefði getað dottið í hug. Detroit Anthony Mackie leikur fyrrverandi hermanninn Greene sem lendir á milli steins og sleggju þegar hann verður vitni að morði. Ofan á allt annað þá þykir Detroit einstaklega vel sviðsett í alla staði. Sannsögulegt Punktar .................................................... HHHHH -Washington Post HHHHH - Chicago Sun-Times HHHHH - San Francisco Chronicle HHHHH - Time Out HHHHH - Variety HHHHH - Wall Street Journal HHHH 1/2 - Entertainment Weekly HHHH 1/2 - L. A. Times HHHH 1/2 - Rolling Stone HHHH - The Telegraph HHHH - Empire HHHH - Total Film HHHH - Screen VOD

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=