Myndir mánaðarsins, febrúar 2018 - Leigan
16 Myndir mánaðarins 8. febrúar 109 mín Aðalhlutv.: Ellen Page, Diego Luna, Nina Dobrev og James Norton Leikstj.: Niels Arden Oplev Útg.: Sena VOD Tryllir Hvernig er að deyja? Verður allt svart og bara tómið eitt, eða sér maður eitthvert ljós eins og sumir semhafa verið lífgaðir við hafa sagt að þeir hafi séð? Hvernig er að vera dáinn? Hvert fer vitundin? Er líf eftir dauðann? Flatliners er byggð á samnefndri mynd frá árinu 1990, en hún skartaði í aðal- hlutverkum nokkrum af vinsælustu nýstirnum þess tíma, þ.e. Juliu Roberts, Kiefer Sutherland, Kevin Bacon, Oliver Platt og William Baldwin. Þessi nýja mynd er samt ekki bein endurgerð heldur má segja að læknanemarnir hér fái ein- faldlega sömu geggjuðu hugmyndina og kollegar þeirra fengu í fyrri myndinni. Allt byrjar á því að læknaneminn Courtney (Ellen Page) ákveður að deyja í tilraunaskyni, nokkuð örugg um að verða lífguð við af samnemanda sínum áður en það er orðið of seint. Með þessu hyggst hún komast að því í eitt skipti fyrir öll hvað gerist í dauðanum. Tilraunin heppnast, eða þannig lítur það út til að byrja með, en ekki án grafalvarlegra eftirmála sem enginn hefði getað séð fyrir ... Flatliners Hvað gerist þegar við deyjum? Ellen Page leikur læknanemann Courtney sem ákveður að deyja í tilraunaskyni. Flatliners – Midnight Stallion 8. febrúar 97 mín Aðalhlutverk: Jodelle Ferland, Kris Kristofferson og Chelah Horsdal Leikstjórn: William Dear Útg.: Sena VOD Fjölskyldumynd Bóndahjónin Jack og Rita Shepard hafa átt í ströggli með að láta enda ná saman og eiga nú á hættu aðmissa bæ sinn og jörð vegna skulda. En þegar fimmtán ára dóttir þeirra, Megan, uppgötvar villtan og sérlega glæsileg- an fola sem hefst við í nálægu skóglendi fer óvænt atburðarás í gang. Midnight Stallion er fjölskyldumynd, byggð á handriti Emmy-verðlaunahafans Mark Stouffer sem er þekktastur fyrir heimildarmyndir sínar umdýr í útrýmingar- hættu fyrir National Geographic-sjónvarpsstöðina. Hér segir hann okkur sögu af folanum Midnight sem kemur Shepard-fjölskyldunni til bjargar á ögurstundu. Eftir að Megan tekst að vinna traust hans byrjar faðir hennar að temja hann og í ljós kemur að Midnight býr yfir hæfileikum sem gera hann afar verðmætan. En þegar Jack ákveður að selja hann fyrir skuldum grípur Megan til sinna ráða ... Midnight Stallion Aldrei að gefast upp Kris Kristofferson leikur bóndann Jack Shepard í þessari ljúfu fjölskyldumynd. l Myndinni er leikstýrt af danska leik- stjóranumNiels ArdenOplev semgerði m.a. myndina Män som hatar kvinnor árið 2009 en handritið er skrifað af Ben Ripley sem m.a. skrifaði handritið að hinni ágætu mynd Source Code . l Þótt myndin sé ekki bein endurgerð gömlu myndarinnar er að finna í henni ýmsar tilvísanir í atburði hennar. l Þess má geta að Kiefer Sutherland sem lék eitt af aðalhlutverkunum í 1990-myndinni leikur líka í þessari . Punktar .....................................
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=