Myndir mánaðarsins, febrúar 2018 - Leigan
14 Myndir mánaðarins The LEGO Ninjago Movie Hið góða og hið illa – eru feðgar Íslensk talsetning: Hilmar Guðjónsson, Björgvin Franz Gíslason, Hannes Óli Ágústsson, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Ellert Ingimundar- son, Hilmir Jensson, Orri Huginn Ágústsson, Ævar Þór Benediktsson og Birgitta Birgisdóttir Leikstjórn: Orri Huginn Ágústsson Útgefandi: Síminn og Vodafone 96 mín 5. febrúar Langt, langt í burtu er eyjan og borgin Ninjago. Þar búa þau Lloyd, Jay, Kai, Cole, Zane og Nya sem á daginn þurfa að glíma við skólann, skólalífið og öll hin hversdagsmálin en á kvöldin við alls konar skrímsli og óvætti sem herja á Ninjago auk hins valdagráðuga og illa Lords Garmadon – sem er faðir Lloyds. The LEGO Ninjago Movie er þriðja LEGO-kubbamyndin en þær fyrri, The LEGOMovie og The LEGO Batman Movie , slógu hressilega í gegn enda afar skemmtilegar og fyndnar, viðburðaríkar, vel gerðar – og innihalda góðan boðskap. Það er óhætt að fullyrða að The LEGO Ninjago Movie er eins og fyrri myndirnar fjölskylduskemmtun eins og hún gerist hvað best. Myndin er að sjálfsögðu talsett á íslensku en til gamans má geta þess að í ensku útgáfunni eru það þau Dave Franco, Justin Theroux, Jackie Chan, Olivia Munn, Kumail Nanjiani, Michael Peña, Zach Woods og Fred Armisen sem tala fyrir helstu persónurnar. The LEGO Ninjago Movie Á kvöldin breytist friðsælt hversdagslífið í baráttu við alls kyns skrímsli og óvætti sem herja á Ninjago-borg. Þau Lloyd, Jay, Kai, Cole, Zane og Nya snúast þá til varnar en þau hafa lært ninja-bardagatæknina ... ... hjá Ninja-meistaranumWu sem er óþreytandi (eða allt að því) við að kenna nemendum sínum hvernig á að berjast, sérstaklega gegn ... ... hinum illa og valdagráðuga Lord Garmadon sem hefur unun af því að kalla skelfingu yfir íbúa Ninjago-borgar með eyðingarmætti sínum. Á daginn er Lloyd friðsemdarkubbastrákur sem elskar náttúruna en finnst dálítið fúlt að faðir hans sé hinn vondi Lord Garmadon. Kubbamynd VOD
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=